14.7.2013 | 18:45
Sjálfstæðisflokkurinn einkavæddi til andskotans.
Sjálfstæðisflokkurinn notaði valdaár sín frá 1995 - 2007 til að einkavæða allt sem hann komst yfir.
Bankar, síminn og margt fleira var einkavætt og margt af því var fært vildavinum valdaflokkana á silfurfati.
Á visir.is er vitnað í viðtal við nýjan heilbrigðisráðherra og þar kveður við gamalkunnan tón, Sjálfstæðisflokkurinn lærði ekki neitt og gömlu lummurnar frá því síðast eiga að vera lausn alls.
Þá einkavæddi hann bankakerfið beinustu leið til andskotans.
"Heilbrigðisráðherra horfir til þess að færa rekstur heilsugæslunnar frá ríkinu og til annarra sem eru færari um að annast reksturinn. Hann segir Íslendinga eiga tvo kosti í heilbrigðismálum; að þrengja meira að þjónustunni eða að hlúa að grunnstoðunum og forgangsraða fjármunum ríkissjóðs.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og sagði Kristján Þór að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana."
Þetta er gamalkunnur frasi þeirra sem muna lengra en viku aftur í tímann. Sjálfstæðiflokkurinn er greinilega tilbúinn að hefjast handa á ný við að EINKAVÆÐA.
Auðvitað þarf að þróa heilbrigðiskerfið frá þeim vanda sem tröllríður því og það eru til fleiri leiðir en góðvinaeinkavæðing.
Reynslan af rekstri sveitarfélaga t.d. rekstri heilsugæslunnar ætti að vera fyrsti valkostur til að ná fram breytingum og færa ríkið fjær beinum rekstri og heimamenn á hverju stað nær.
Slíkt hefur reynst vel þar sem slíkt hefur verið framkvæmt.
Spurningin er ... er Framsóknarflokkurinn tilbúinn að taka þátt í þessum leik teboðshreyfingarinnar, íslensku ?
Held ekki, ég trúi að þeir muni hvernig fór síðast þegar þeir tóku þátt í einkavæðingarferðalagi Sjálfstæðisflokksins.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vesældómurinn og ábyrðgarleysið er það sem fylgir þingmönnum þessa flokks út yfir gröf og dauða og alltaf skulu þeir kenna öðrum sitt eigið klúður. Það eina sem þeir geta er að setja allt á hausinn sem þeir koma nálægt.
Meira um það hérna.
Jack Daniel's, 14.7.2013 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.