Framsókn í afneitun.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að 90% lán Íbúðalánasjóðs sé ekki ástæðan fyrir því að bóla myndaðist á fasteignamarkaði.

____________________

Kosningaloforð Framsóknarmanna setti snjóboltan af stað á sínum tíma. Íbúðalánasjóður tók upp 90% lán og bankarnir ætluðu ekki að láta sjóðinn taka markaðinn og buðu betur.

Að neita því að framsetning Framsóknarflokksins hafi ekki haft áhrif og verið orsök þessa snjóbolta er í besta falli afneitun og blinda.

En sannarlega er það Framsóknarflokkurinn og þeir sem hönnuðu þessa atburðarás fyrir hann á árunum 2002-3 sem eiga þetta skuldlaust.

Vont fyrir SDG að burðast með þennan myllustein en það væri samt heiðarlegra að viðurkenna það en neita augljósum staðreyndum.


mbl.is 90% lánunum ekki um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt það væri hverjum meðalskynsömum manni ljóst að fasteignabólan hefði fyrst myndast þegar bankarnir komu inn í dæmið rétt eins og Sigmundur Davíð bendir á. Þetta er algjörlega rétt hjá honum. Það voru bankarnir sem störtuðu þessu þó íbúðalánasjóður hafi síðar látið undan þrýstingi til að hafa möguleika á að "vera með".

assa (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 10:07

2 identicon

Sigmundur Davíð hefur rétt fyrir sér.

Bankarnir ætluðu að losa sig við Íbúðarlánasjóð.

Sjáið þið ekki hvað sumir bankamenn hefðu getað stolið miklu meiru, ef það hefði tekist.

Hafið þið nokkurntíma talið í huganum, hversu margir íslendingar eiga að vera í ævilöng fangelsi fyrir fjárglæpi.

Þeir eru heppnir að vera Íslenskir ríkisborgarar.

Að sjálfsögðu var/er bullandi pólitísk spilling innann Íbúðarlánasjóðs, en það er samkvæmt "pólitíska prógramminu".

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 10:55

3 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Eins og svo oft áður talar Sigmundur Davíð eins og sannur útrásavíkingur, af fullkomnu ábyrgðarleysi.

Jón Kristján Þorvarðarson, 10.7.2013 kl. 11:25

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

SDG hefur lög að mæla.

Það var 70ma "auka" fjármögnunin sem síðan var notuð í samkeppni við bankana, sem og lán til þeirra sem olli mismuni í bókhaldinu.

Nokkrir ma voru notaðir í 90% lán til almennings (sem N.B. höfðu verið of tekjuháir til að fá slík lánakjör er buðust alla tíð frá 2001) en meginhluti fjárins var notaður í lán til bankanna... sem olli tvöföldunaráhrifum, þ.e.a.s. hver króna sem lánuð var kom 2-10 falt til baka og síðan féll gengið ... en skuldirnar (í erlendum gjaldmiðli) héldust og hækkuðu.

Það að halda því fram að 90% lánin hafi valdið einhverju er í minnsta lagi fremur fyrirsögn og frasi fyrir einfeldninga sem ekki hafa haft fyrir því að kynna sér ein eða nein gögn en eru aftur á móti móttækilegir fyrir að grípa hvaða fyrirsagnir sem er sem hrópaðar eru í pólitískum hráskinnaleik, frammíköllum og gífuryrðum á þingi og "gulu pressunni".

Óskar Guðmundsson, 10.7.2013 kl. 11:31

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarftu ekki að fara að fægja LANDRÁÐAFYLKINGARGLERAUGUN, Jón Ingi????????????

Jóhann Elíasson, 10.7.2013 kl. 11:33

6 identicon

Jón það fer þér ekkert sérlega vel að tala um staðreyndir þú hefu aldrei verið mjög upptekin af þeim.

Framsóknarflokkurinn lofaði 90% húsnæðislánum í gegnum íbúðarlánasjóð í kosningum 1993 - staðreynd.

Á þessum tíma var íbúðalánsjóður nánast eina úrræði fólks til að fá íbúðarlán (fyrir utan lífeyrissjóði) - staðreynd

Markmiðið var fyrst og fremst að auðvelda ungu fólki sem áttu lítil réttindi í lífeyrissjóðum að koma þaki yfir höfðuðið sem hafði verið mjög erfitt fyrir þennan hóp nema með dýrum viðbótar bankalánum eða yfirdrætti - staðreynd

Jafnframt var sett hámarkslán, fyrst 15 milljónir sem síðan var hækkað í 18 milljónir. Á sama tíma kostuðu litlar 3 herbergja íbúðir meira en 20 mílljónir. Það reyndi því afar sjaldan á þessi lán. Aðeins örfá 90% lán voru veitt. - Staðreynd

Þessi örfáu 90% lán sem voru veitt til kaupa á litlum og ódýrum lánum á höfuðborgarsvæðinu og ódýrum eignum út á landi geta ekki hafa valdið þeirri þennslu sem þeim er ætlað - staðreynd.

Á sama tíma skömmuðu stjórnarandstöðflokkarnir þ.e Samfylking og VG ríkisstjórnina og þá sérstaklega framsóknarflokkinn fyrir að ganga ekki lengra - staðreynd

Á þessum tíma var Árni Páll sérstakur ráðgjafi íbúðarlánasjóðs - staðreynd

Bankarnir komu í kjölfarið inn á þennan markað og byrjuðu einnig að bjóða upp á 90% lán og fóru fljótlega í 100% - staðreynd

Að halda því fram að bankarnir hafi komið inn á þenna markað vegna þess að íbúðarlánasjóður hafi byrjað að bjóða upp á 90% lán er fráleitt. Á þessum tíma voru bankarnir fullir af peningum og höfðu greiðan aðgang að ódýru lánsfjármagni sem þeir villdu koma í vinnu og þeir hefðu farið inn á húsnæðislánamarkaðinn án tillits til íbúðarlánasjóðs. Það var fyrst og fremst samkeppnin banka á milli ásamt fyrrgreindum aðstæðum á fjármálamarkaði sem leiddu þá út í að bjóða 100% lán og í raun að ýta fjármagni að fólki.

Að halda því fram að 90% lán íbúðarlánasjóð með þeim takmörkunum sem þeim fylgdi hafi valdið einhverri sprengingu í íslensku efnhagslífi og verið einhver frumforsenda fyrir erfiðri stöðu íbúðarlánsjóðs á ekkert skylt við staðreyndir. Það hefur hinsvegar verið vinsælt að halda þessu fram og hver hrópar þessar fullyrðingar upp eftir öðrum og núna síðast þessi allsérstaka rannsóknarnefnd Alþingis. Það hefur hinsvegar engin sýnt fram á hvernig þessi lán hafi haft svona mikil áhrif. Engin töluleg uttekt á því hversu stórar upphæðir voru lánaðar á þessum forsendum og hversu hátt hlutfall það var af lánamarkaðinum. Bara órökstuddar fullyrðingar.

Til gamans má geta þess að eitt af því sem gert er athugasemd við í skýrslunni er að ekki hafi verið farið að ráðleggingum sérfræðinga, erlendra og annarra. Og um þetta hefur stjórnarandstaðan stór orð. Megin þemað í þessum ráðleggingum að hætta starfsemi íbúðarlánasjóðs og fela bönkunum alfarið að sjá um að fjármagna íbúðarkaup fólks. Með öðrum orðum að einkavæða Íbúðarlánasjóð. Ég er dálítið hissa að heyra Samfylkinguna og VG skammast yfir því að ekki hafi verið farið að þessum ráðleggingum. En hver veit hvað fer fram í kýrhausnum?

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 11:57

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lánin voru öll verðtryggð jafngreiðslulán með neikvæða eignamyndun.

Það hafði ekkert með það að gera hvort þau væru 70%, 80%, 90% eða jafnvel 100%.

Þau eru í dag öll komin yfir 100% og þess vegna er þetta á hausnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2013 kl. 14:06

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Furðulegt er hve Sigmundur Davíð á sér marga málssvara.

Í mínum augum er hann svipaður og kosningasnakkarinn Silvíó Berlúskóní.  Sigmundur á ótalmargt sameiginlegt með þessum ítalska lýðskrumara.

Lengi vel gerði Húsnæðisstofnun, undanfari Íbúðalánasjóðs kröfu um 1. veðrétt eða að lán á hennar vegum væri innan marka 50% fasteignamats. Þetta var mjög farsæl regla sem kom öllum vel.

Það var Framsóknarflokkurinn og enginn annar sem setti fram kosningaloforð um 90% lán og síðar 110%. Allir heilvita menn gera sér grein fyrir þeirri hættu fyrir alla aðila að sýna af sér slíka léttúð í fjármálum.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband