21.6.2013 | 10:24
Framsókn í ólgusjó.
Frá því Sigmundur Davíð tók við forstætisráðherraembættinu hefur rekið á með hverri uppákomunni á fætur annarri.
Ekki voru liðinir nema nokkir dagar þegar mótmælt var við Stjórnarráðið, þar var mótmælt niðurlagningu umhverfisráðuneytis og fleiru því tengt.
Við þjóðremburæðu forsætisráðherra á 17. júni setti hroll að flestum.
Næst varð kjósendum það ljóst að Framsóknarflokkurinn ætlaði ekki að standa við stórkallalegar yfirlýsingar um aðstoð við heimilin. ( vilji er allt sem þarf ) Málið sett í nokkrar nefndir og í salt næstu mánuði eða lengur. Jafnframt hefur fjármálaráðherra gefið það sterklega í skyn að engir peningar séu til í ríkissjóði þannig að ekki kemur fjármagnið þaðan. Kannski stendur á frumvarpi um leiðréttingar kjara eldriborgara og öryrkja þess vegna ? Hvað veit maður.
Hjúkrunarfræðingar eiga ekki von á kynbundnum launaleiðréttingum af sömu ástæðu.
Svokallaður umhverfisráðherra hefur farið mikinn og í morgun sýndi hann þjóðinni sannarlega að þar fer fíll í glervörubúð. Skrifaði ekki undir löngu undirbúna stækkun friðlands í Þjórsárverum, þarf að gæta hagsmuna virkjanamála.
31.000 undirskriftir hafa safnast til að mótmæla áformum sama ráðherra ( sjávarútvegs ) að rétta útgerðunum milljarða af fé sem átti að nýtast fjölskyldunum í landinu með ýmsum hætti. Sumir þingmenn Framsóknar eru meira að segja sorgmæddir vegna áhuga almennings á að koma í veg fyrir slíkan gjörning.
Ýmislegt má týna til en þetta dugar í bili. Margir horfa furðu losnir á ótrúlegan klaufagang Framsóknarmanna í þessari glænýju ríkisstjórn sem ef að líkum lætur mun tapa fylgi með sama hraða og undirskriftir hafa safnast í veiðigjaldamálnum.
En meðan Framsókn engist hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið sig til hlés að mestu og mér er ekki kæmi ekki á óvart að þeir séu ekkert sérlega sorgmæddir yfir þeirri neikvæðu athygli sem samstarfsflokkurinn þolir þessa daga.
Bjarna þykir ekki verra að sigla þokkalegan lygnan sjó með galtóman ríkissjóð og loforð Framsóknar á bak við eyrað.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er með eindæmum að hlusta á vinstri menn eða lesa greinar ykkar. Þið haldið að fólk sé búið að gleyma ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, uppákomum hennar og SJS, eða ég tala nú ekki um 17.júní ræðu Jóhönnu.
Það eina sem vinstri menn kunna er að vera með læti og háfaða. Við gleymum ekki búsáhaldabyltingunni sem skilaði okkur verstu stjórn sem setið hefur að völdum frá lýðveldisstofnun, enda endaði Samfylkingin sem örflokkur, þrátt fyrir drauma og tal um annað.
Já, Jón Ingi, það er ekki ólíklegt að Framsókn lendi í ólgusjó, þannig er það í stjórnmálum, en svo er víst að sá flokkur hefur áður farið í gegnum ólgusjói og komist klakklaust út úr honum, en því verður seint gleymt að flokkur Jóhönnu Sigurðardóttur, Samfylkingin, drukknaði í sínum ólgusjó. Blessuð sé minning hennar [Samfylkingarinnar].
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.6.2013 kl. 11:17
Vona að "aulahrollurinn" fari ekkert frá ykkur Krötunum.
Vonum að sá tími komi aldrei aftur að 12,9% afhroðs flokkurinn ykkar komist aftur til valda og forsætisráðherrann okkar týni uppruna sínum og fullveldishugssjóninni og viti svo ekkert hvar Jón Sigurðsson var fæddur.
Gunnlaugur I., 21.6.2013 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.