Risaeðla í ráðuneyti ?

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir eðlilegt að staldra við og fara yfir þær athugasemdir sem borist hafa vegna fyrirhugaðrar undirskriftar friðlýsingar vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum.

Ráðherra hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum frá mbl.is í gærkvöldi og morgun en þetta kom fram í máli hans í Morgunútvarpi Rásar 2.

__________________

Nýr svokallaður umhverfisráðherra ( skúffumálaráðherra ) gerir það ekki endasleppt. Skrifar ekki undir stækkun friðlands í Þjórárverum.

Hugsun núverandi ráðamanna til umhverfismála er afturhvarf til fortíðar. Í reynd er fallið frá hóflegri umhverfisvernd með áherslu á dýrmæt svæði og snúið til baka að harðri nýtingastefnu þar sem hagsmunaðaðilar eins og t.d. Landsvirkjun ráða för.

Það virðist sem mikil barátta sé framundan til að reyna að bjarga því sem bjargað verður meðan slík fortíðarhugsun ræður ríkjum hjá ráðamönnum.


mbl.is Eðlilegt að staldra við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það mun taka tíma að leiðrétta öll mistök ykkar vinstri - mann.

Glæsilegt - hrós til Sigurður Inga

Óðinn Þórisson, 21.6.2013 kl. 09:00

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Risaeðluhugarfar Óðinn..

Jón Ingi Cæsarsson, 21.6.2013 kl. 09:10

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Athugsemdin sem talað er um að Landsvirkun hafi gert snýr að Norlingaölduvirkjun sem Alþingi setti í biðflokk í vetur.  Þetta útspil ráðherrans sýnir okkur að það tengist enn stærri áformum á þessu svæði og þess að rammaáætlun verður örugglega opnuð og breytt í samræmi við óskir hagmunaaðila.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.6.2013 kl. 09:31

4 Smámynd: ViceRoy

Væri þá ekki ráð bara að friða Ísland eins og það leggur sig??  Án þess að pæla nokkuð meira í því??

Það er mikilvægt að friða svæðið jú en: 

Mér finnst það nú meiru skipta að vel sé farið yfir þetta mál áður en það er framkvæmt.  Litlu mátti nú t.d. muna þegar Vatnajökulsþjóðgarður var friðaður, að öll veiði og jeppaumferð virtist ætla að vera bönnuð með öllu t.d. á svæðinu... það náðist þó eitthvað til baka eftir pressu og undirskriftir frá jeppa- og veiðifélögum. Svandís vildi lítið sem ekkert skipta sér af þessu og benti bara á þann hóp sem vann að starfinu! Þvílík vinnubrögð. Þetta var upphaflega illa úthugsað.  Vildi bara benda á þennan punkt með Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem eins og ég sagði, það virtist bara eiga að keyra friðun og stofnunina í gegn án almennilegs samráðs og virtist eiga að fara framhjá öllum athugasemdum sem bærust á borð. 

ViceRoy, 21.6.2013 kl. 13:25

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hef ekki fylgst með þessu máli en var það ekki bara svo að þessar athugasemdir voru komnar fyrr frá landsvirkjun en ekki tekið tillit til þeirra?Ef svo er finnst mér sjálfsagt að fara yfir þæraf kostgæfni og flýta sér hægt.Heimurinn hrynur ekki á meðan.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.6.2013 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband