18.6.2013 | 15:00
Landsmönnum gróflega misboðið.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag, að samtals væri uppsafnaður halli á ríkissjóði um 400 milljarðar frá árinu 2009. Enn virtist sú staða blasa við, að fjárlög fyrir yfirstandandi ár hefðu verið afgreidd með of mikilli bjartsýni.
___________________________
Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að lækka tekjur ríkisins. Það gera þeir þrátt fyrir að varað sé við því og allir nema sennilega BB vissu að staða ríkisfjármála væri viðkvæm.
Ríkisstjórn SDG og BB hefur ákveðið að lækka tekjur ríkisins um 2 milljarða á næstu tveimur árum og það gera þeir þrátt fyrir að staðan sé viðkvæm.
Ástæðan er brýn að þeirra mati, verið er að fella niður stóran hluta veiðgjalds.
Hvers vegna ?
Það er til að hygla helstu stuðningmönnum þeirra, því komið hefur fram að útgerðarfyrirtæki styrkja ráðandi flokka nær eingöngu og til þeirra hafa runnið tugir milljóna. Auk þess hafa þeir styrkt einstaka þingmenn í prófkjörum.
En nú sýnist mér að landsmönnum sé nóg boðið.
Yfir 7.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að hætta við niðurfellingar á veiðigjaldi og það á innan við sólarhring.
Öllum þeim sem ofbýður forgangsröðun hægri íhaldsstjórnarinnar er bent á að setja nafn sitt á undirskriftalistann.
Slóðin er.
http://www.petitions24.com/obreytt_veidigjald
400 milljarða uppsafnaður ríkissjóðshalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú talar auðvitað fyrir hönd landsmanna, enda greindargámur mikill.
Guðmundur Björn, 18.6.2013 kl. 16:45
Vissulega er það vægast sagt fáránlegt að lækka upphæð veiðigjaldanna en munurinn á því sem er nú gildandi og það sem á að gera er hættulegur enda er mögulegt að stofna sér "ráðgjafafyrirtæki" og kaupa mikið af téðri "ráðgjöf" og færa á efnahag og þurfa á endanum (þar sem að um hlutfall af arði er að ræða) nánast og jafnvel ekkert að borga.
Breytingin að festa upphæðina við þorskígildistonn er mun gáfulegri enda þar með tryggður viðkomandi skattstofn (sem annars gæti allt eins orðið NÚLL). Það að lækka töluna er aftur á móti full mikið af því góða enda ljóst að þrétt fyrir að téður skattur hafi verið lagður á eftir 2 ára gölum tölum að þá hefur arður greinarinnar ekki minnkað svo neinu nemur enda kostnaðurinn að stórum hluta í krónum en söluverðmæti í erlendum gjaldeyri. Hágmarksbreyting er því sem nemur raunverulegri launahækkun sl 2 ára (launakostnaður <20% af heildarkostnaði) + skráðri gengisstrykingu. (sem aftur er <40% heildarkostnaðar)
Það að taka ferðaþjónustuna á sama tíma og hætta við hækkunina er kjánagangur. Það hefði auðveldlega verið hægt að taka hækkunina í þrepum, t.d. 1,75% á ári til að ná 14% eftir 4 ár. Það lá þegar fyrir frá ferðaþjónustunni séð að hættulegt væri að hækka í einum rykk enda keyra stórir bransar eins og flugfélög og skemmtiferðaskip um 2-3 ár fram í tímann.
Óskar Guðmundsson, 18.6.2013 kl. 16:55
Alltaf gott að fá skarplegar athugasemdir ... takk Guðmundur Björn.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.6.2013 kl. 22:49
Mér skilst að það sé ekki til gagnagrunnur til hjá Hagstofunni, til að leggja á þetta sérstaka veiðigjald. Ef það er rétt - hvað ertu þá að tala um lækkun veiðigjalds um 2 milljarða?
Eggert Guðmundsson, 18.6.2013 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.