16.6.2013 | 10:39
Torfkofasýn og afnám lýðræðis.
Við gerum þetta með okkar hætti, þetta er okkar ákvörðun. Ríkisstjórnin ætlar ekki að halda áfram með þessa umsókn. Einhvern tímann verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla en ég get ekki sagt hvenær eða af hálfu hvers.
_______________
Alþingi ákvað að sækja um aðild að ESB og láta þjóðina síðan greiða atkvæði um aðildarsamning. Samkvæmt könnunum er meirihluti fyrir þeirri leið hjá íslendingum.
Nú er mættur til leiks utanríkisráðherra sem í fyrsta lagi virðist ekki skilja stjórnskipan landsins, ríkisstjórnir geta ekki ógilt ákvarðanir Alþingis. Sú ákvörðun sem Alþingi tók stendur óhögguð þar til Alþingi sjálft ákveður með formlegum hætti að hætta aðildarviðræðum.
Utanríkskisráðherrann virðist aftur á móti hafa ákveðið að hætta þessum aðildarviðræðum, væntalega samkvæmt vilja hagsmunaðaðila sem það vilja.
Líklega hefur smákaupfélag á Íslandi aldrei haft önnur eins völd og nú.
En stóra málið í þessu öllu saman er að Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hafa afnumið lýðræðið á Íslandi.
Þjóðin á ekkert að fá um það að segja í þjóðaratkvæði hver framtíð hennar verður. Lýðræðislegur réttur hennar í stórmálum hefur verið afnuminn.
Við erum kominn til baka á þann reit þegar stjórnmálaflokkar og hagsmunagæsluhópar stjórnuðu landinu.
Það er alveg ljóst orðið að torfkofasýn, hagmunagæsla, afturhald og heimóttarskapur hefur tekið völdin á Íslandi.
Við gerum þetta með okkar hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður er það svo að þjóðin kaus þetta yfir sig og nú þýðir ekkert að vera væla. Við fengum það sem við báðum um ,,sérhagsmunapotara"
Páll Jóhannesson, 16.6.2013 kl. 10:45
Ég spái því að þegar bloggárið verður gert upp þá muni setningin "Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hafa afnumið lýðræðið á Íslandi" fá einhverskonar verðlaun, líklegast sem Sjálfhverfasta Fullyrðingin eða þá Sársaukafyllsta Sjálfsafneitunin.
Þetta kemur jú frá eldheitum stuðningsmanni stjórnmálaflokks sem á sínum tíma harðneitaði að þjóðin fengi að kjósa um hvort hefja ætti aðildarviðræður og gerði allt til að koma í veg fyrir slíka þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er einmitt þessi sérkennilegi tvískinnungur og hræsni í málflutningi Samfylkingarinnar (ef "ég" geri eitthvað þá er ég að vinna af fullum heilindum fyrir hagsmunum lands og þjóðar, en ef "þú" gerir sama hlutinn þá ertu sérhagsmunapotari sem ert að afnema lýðræðið !!) sem gerir það að verkum að þetta er deyjandi örflokkur, rúinn trausti og æru og fylgi.
Birgir (IP-tala skráð) 16.6.2013 kl. 12:16
Tek undir með Birgi.Það er að sjálfsögðu þjóðarinnar að ákveða stefnuna og það gerði hún í síðustu kosningum með því að 51% kaus núverandi stjórnarflokka sem báðir höfðu lýst yfir andstöðu við aðildarviðræðurnar.Samfylkingin var áður búin að lýsa því yfir að ESB aðildarviðræðurnar væru kosningarmál og þetta varð niðurstaðan.Er þá ekki rétt hjá henni að virða þá lýðræðislegu niðurstöðu og hætta þessu væli.
Jósef Smári Ásmundsson, 16.6.2013 kl. 12:29
Þið verðið að fara skilja það að þjóðin hafnaði ESB aðild í þingkosningunum 27. apríl s.l.
Þið verðið líka að sætta ykkur við það að ESB flokkurinn ykkar Samfylkingin beið sögulegt afhroð í kosningunum.
Það væri skrítið og bjagað lýðræði ef þessi 12,9% stjórnmálaflokkur ykkar með kosningafhroðið á bakinu ætti samt sem áður áfram að ráða utanríkisstefnu þjóðarinnar !
Gunnlaugur I., 16.6.2013 kl. 12:35
Eg sem fleiri efast um að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs & Co hafi umboð þjóðarinnar að haga sér eins og þeim dettur í hug. Ríkisstjórnin hagar sér eins og þeir séu einir í heiminum. Við verðum ef ríkisstjórnin hagar sér eins og krakkar, að grípa fram fyrir hendurnar á þessum mönnum.
Mjög líklegt fer að hitna í kolunum með haustinu og við verðum að hefja nýja búsáhaldabyltingu gegn þessum málssvörum óreiðumanna.
Þeir hafa tekið við mútum frá útgerðarauðvaldinu og ekkert smáaurar um að ræða.
Baráttukveðjur!
Guðjón Sigþór Jensson, 16.6.2013 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.