Kappát Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Ísland kann að þurfa takmarkanir við ákveðnum tegundum fjármagnshreyfinga til frambúðar, segir nýr fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur undir orð Bjarna Benediktssonar, samkvæmt frétt Bloomberg.
_____________________

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur lofuðu feitt fyrir kosningar.

Kjósendur trúðu þeim frekar en þeim sem héldu sig við staðreyndir og kusu snillingana.

Nú stendur yfir eitt magnaðsta kappát sögunnar.

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru í harðri keppni um hvor nái að éta ofan í sig fleiri kosningaloforð fyrstu vikur nýrrar stjórnar.

Líklega stefnir í Íslandsmet í þeim efnum.


mbl.is Áfram takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Æi Jón Ingi, voru ekki fráfarandi stjórnarflokkar með yfirlýsingar sem þeir átu ofan í sig strax eftir kosningarnar 2009?

Lúðvík Júlíusson, 27.5.2013 kl. 12:40

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

LANDRÁÐAFYLKINGARMENN kunna því greinilega afskaplega illa að vera í stjórnarandstöðu...................................

Jóhann Elíasson, 27.5.2013 kl. 12:54

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Lúðvík...eigum við ekki að tala um það sem er... veit að Nýsköpunarstjórnin klikkaði á hinu og þessu 1946. 

Jón Ingi Cæsarsson, 27.5.2013 kl. 13:19

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhann  alltaf jafn málefnalegur...  

Jón Ingi Cæsarsson, 27.5.2013 kl. 13:20

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón Ingi, ef það á að tala um það sem er og ef það er engin fortíð þá eru heldur engin kosningaloforð og ekkert kappát.

Lúðvík Júlíusson, 27.5.2013 kl. 13:23

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst Bjarni hafa gengist undir mikið ok. Hann er í raun með myllustein um hálsinn og von um björgun ef „Þjóðarskútunni“ hlekkist enn einu sinni á. Að taka að sér embætti fjármálaráðherra er eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu undir stjórn Sigmundar Davíðs. Þetta er bæði óvinsælasta embættis og það sem minnstu vonir eru um að verði honum til framdráttar. Hann er enginn Steingrímur J. sem þó lagði sitt af mörkum að vinna hörðum höndum við að bjarga því sem bjargað varð og þurrausa „Þjóðarskútuna“.

Ljóst er að ef kosningaloforðin verða ekki efnd muni Sigmundur kenna Bjarna og Sjálfstæðisflokknum um hvernig fór. Hann ætlar sér að standa utan við allt það erfiðasta og umdeildasta. Á meðan situr Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn uppi með vandræðin. Var það þessi svínbeyging sem Ólafur Ragnar ber Sigmundi mikla virðingu fyrir? Ólafur Ragnar hefur aldrei verið par hrifinn af Sjálfstæðisflokknum sem þó hefur oft reynst okkur skárri en Framsóknarflokkurinn. Þó ekki alltaf.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.5.2013 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband