22.5.2013 | 21:25
Gamaldags helmingskiptastjórn án Vigdísar og umhverfismála.
Þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti á fundi sínum í kvöld tillögu formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, um það hverjir verði ráðherrar í nýrri ríkisstjórn flokksins og Sjálfstæðisflokks.
_________________________
Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn á vesturlöndum, og þó víðar væri leitað, án sérstaks umhverfisráðherra.
Fyrir okkur sem viljum veg umhverfismálanna sem mestan er þetta sorgardagur og ótrúlegt að sjá umhverfisráðuneyti gert að skúffuverkefnum landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra.
Ótrúlega gamaldags hugsun og framkvæmd.
Það er vandséð hvernig þessi verkefni geti farið saman á þess að umhverfismálin beri skarðan hlut frá borði.
Það er tvennt sem flýgur um huga.
Er þetta gert til að veikja umhverfisráðuneytið og umhverfismálin til að geta betur þóknast stóriðju og virkjanaáformum ?
Það sér maður hættuna mesta í afslætti af Bjarnarflagsframkvæmdum, auðvelda Hrafnabjargaáformin með eyðileggingu Aldeyjar, Ingvara og Hrafnabjargafossa. Og að lokum síðast, en ekki síst berja í gegn virkjanir í neðanverðri Þjórsá.
Hvað veit maður ?
Og svo er það vandræði Framsóknar við val á ráðherrum. Það er almannarómur að formaður Framsóknar og Sjálfstæðismenn hafi ekki getað hugsað þá hugsun til enda að Vigdís Hauksdóttir yrði ráðherra og þess vegna væri umhverfisráðuneytið sett í bið þar til Frosti, hinn oddvitinn úr Reykjavíkurkjördæmum færi að rata um Alþingishúsið.
Hvað sem veldur er það samt augljóst að Vigdís Hauksdóttir á ekki traust Sigmundar Davíðs, annars hefði ekki verið gengið framhjá reyndari oddvita Reykjavíkurkjördæmanna.
Vigdís Hauksdóttir er í óþægilegri stöðu en það er líklega skárra fyrir Framsókn en munstra hana í ráðherrastól þegar horft er til framgöngu hennar í ýmsum málum og umræðum á síðasta kjörtímabili.
Gunnar Bragi utanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 818825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er þitt álit.
Og þú mátt alveg hafa það.......
Birgir Örn Guðjónsson, 22.5.2013 kl. 22:16
Svona leit Framsóknarflokkurinn alltaf á umhverfismálin og reyndar Sjálfstæðisflokkurinn líka.
Feginn varð eg að sjá Vigdísi ekki í ráðherrastól í Broskarlastjórninni. Hún hefði kannski viljað menntamálin til að fá betra tækifæri að afskræma íslenska tungu.
Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2013 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.