22.5.2013 | 14:33
Vandræðalegur stjórnarsáttmáli.
Ég veit nú ekki hvort það er alveg nógu þjált nafn, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður hvort þeir Bjarni Benediktsson vonist til að ríkisstjórn þeirra verði kölluð Laugarvatnsstjórnin. Sigmundur segir að heimilin muni væntanlega strax finna mun vegna ýmissa breytinga strax á sumarþingi.
______________
Fyrsta sem slær mann hvað þessi stjórnarsáttmáli segir lítið. Það er varla hægt að finna nokkuð mál þar sem lesandinn getur sett fingur og sagt.... já eimitt það.
Fyrst of fremst er þetta opin umræða um hin ýmsu mál.
Málefni heimilanna er jafn opinn víxill og þegar reynt var að fá SDG til að útskýra og rökstyðja málið í aðdraganda kosninga, sem sagt mörg orð um ekki neitt.
Kannski gerist eitthvað í haust eða síðar ?
ESB, það á greinilega að halda áfram ESB ferlinu, hvernig veit maður ekki alveg en stóru orðin um að hætta samstundis eru ekki til staðar.
Veiðleyfagjaldið slegið af og þá væntalega þær framkvæmdir sem átti að fjármagna með því, t.d. göngin undir Oddsskarð. Ekki víst að allir Austfirðingar verði kátir með það.
Nýr Landsspítali blásinn af, enda varla til fyrir honum ef skattar á hina ríku verða stórlækkaðir.
Ekki orð um Íbúðalánasjóð.
Svona mætti lengi telja.
Niðurstaðan er að plaggið sem varð til á þremur vikum hjá drengjunum er plagg sem hefði mátt semja á einum degi, vandinn var að vísu ærinn þegar þurfti að láta mörg og þung kosningaloforð gufa upp.
Heimilin finna breytingar í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Veiðileyfagjaldið slegið af og þá væntanlega þær framkvæmdir sem átti að fjármagna með því, t.d. göngin undir Oddsskarð." Veit ekki hvort þú vissir það en í hvert sinn sem þú setur bensín/olíu á tankinn þá borgar þú skatt sem er eyrnamerktur vegamálum. Sá peningur hefur verið vannýttur síðan samfylkingin komst til valda fyrir þrem ríkistjórnum síðan. Sá peningur ætti heldur betur að duga fyrir þessu.
Brynjar Þór Guðmundsson, 22.5.2013 kl. 16:41
Hvar stendur í sáttmálanum að veiðigjaldið sé slegið af?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 22.5.2013 kl. 17:11
Var stjórnarsáttmáli síðustu ríkisstjórnar svo rosalega skýr, ekki fannst mér það nú?????? Það sem mér fannst nú sérstaklega gott er að nú LOSNUM VIÐ frá þessari "gömlu" stjórn sem hefur verið að plaga okkur undanfarið og gert meiri óskunda heldur en hitt. Ég var ánægður með að sjá að þessum tveimur fylgdi "ferskur" blær, þeir voru brosandi og fullir af lífi ekki eins og Heilög Jóhanna og Gunnarsstaða Móri með "skeifu" eins og þau þyrftu að bera allar heimsins áhyggjur á herðum sér og "plægðu" jörðina með hökunni.....................
Jóhann Elíasson, 22.5.2013 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.