Hið fullkomna siðleysi.

Láru Hönnu Einarsdóttur, þýðanda, var nýverið sagt upp hjá Stöð 2 eftir 25 ára starf með 20 daga fyrirvara. Uppsögnin barst með tölvupósti. Á sama tíma var Lára Hanna að ljúka erfiðari geislameðferð en hún greindist með krabbamein í desember. Þetta kemur fram í pistli sem Lára Hanna ritar á Eyjuna.

____________

Fólki er sagt upp störfum og störf hverfa. Á bak við hvert starf er fólk með tilfinningar og stjórnendur fyrirtækja verða að kunna þá einföldu list að koma fram við fólk eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa.

Saga Láru Hönnu sýnir okkur sorglegt siðleysi sem aldrei ætti að sjást í mannlegum samskiptum.

Skömm 365 er algjör í þessu máli og það fer greinilega ekki framhjá nokkrum manni á Íslandi.

Þetta fyrirtæki hefur verið þekkt að vondri framkomu gangvart starfsmönnum og stundum áttar maður sig ekki á af hverju einhver vill vinna undir þeim refsivendi sem notaður er á þessu stað.

Nú hafa þeir toppað sjálfa sig og fólk stendur gapandi yfir þessum skorti á mannlegum tilfinningum.

 

Fyrirtækið 365 hefur sett alvarlega niður og vandséð að þeir nái nokkurntíman fyrri stöðu hvað það varðar.


mbl.is Sagt upp eftir 25 ára starf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Í fréttatilkynningu frá 365 segir að þau „óvönduðu vinnubrögð sem áttu sér stað við uppsögn á verktakasamningi Láru Hönnu Einarsdóttur“ séu hörmuð. Félagið vill einnig benda á að framkvæmdarstjórn félagsins var ekki kunnugt um veikindi Láru Hönnu.

______________________

Það eina rétta í stöðunni...en reyndar stórfurðulegt að vinnuveitandi skuli ekki vita af veikindum sem þessum.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2013 kl. 16:29

2 identicon

Já svo trúlegt ! Ha Ha Ha. Málið er einfalt. það bilaðist allt fólkið á 365 og mun viðar. þeir voru búnir að vera enn þá átti að reyna að redda sér fyrir horn!! DRULLUSOKKAR!!

ólafur (IP-tala skráð) 21.5.2013 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband