Íslendingar að vakna

Nú virðst sem nýjir tímar séu að renna upp á Íslandi. Ég hef áður látið í ljós þá von að svo sé. Það sem er nýjast í þeirri þróun er niðurstaða úr könnun sem Capacent Gallup gerði. Niðurstöður þeirrar könnunar sýna svo ekki verður um villst að hugarfarsbreyting hefur átt sér stað. Það er ekki langt síðan við sem töluðum gegn Eyjabökkum og Kárahnjúkum vorum nánast kallaðir landráðamenn. Sá tími er vonandi að baki.

Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands vilja 72,8% aðspurðra að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál.

En eru flokkarnir að tala sömu tungu og landsmenn. Það eru aðeins tveir stjórnmálaflokkar sem tala skýrt í þessum málum hér. Samfylkingin og VG hafa afdráttarlausa stefnu. Ég hef að vísu ekki séð stefnu VG framsetta með jafn afdráttarlausum hætti og hjá Samfylkingu en enginn efast um hug þess flokks í þessum málaflokki.

Frjálslyndir hafa ekki kynnt neitt sem minnisstætt er, Framsókn þykist vera með stefnu sem flestum er óskiljanleg en Sjálfstæðisflokkurinn skilar auðu. Þeim flokki hefur löngum liðist að skila auðu í ýmsum málum en nú trúi ég varla að svo sé. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga stefnu í umhverfismálum og flest sem hann hefur lagt fram grundavallast á peningasjónarmiðum og kannski ekki undarlegt. Gildismat þess flokks er miðað við slíka nálgun og það viðurkenna þeir. En mun slíkt líðast þeim í framtíðinni ?


mbl.is Vilja aukna áherslu á náttúruvernd og umhverfismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband