14.5.2013 | 18:28
Framsókn dinglar í loforðasnörunni.
Ummæli um að horfur í ríkisfjármálum væru dekkri en haldið hafi verið fram beri merki um slæman undirbúning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann Framsóknarflokksins, sem lét hafa eftir sér í viðtali við Eyjuna í gær að útlitið væri mun dekkra en haldið hafi verið fram í aðdraganda kosninganna.
Hún segir að allar tölur hafi legið fyrir opinberlega, dregin hafi verið upp mynd af þeim verkefnum sem fyrir liggja og hvernig þau gætu litið út. Stjórnarflokkarnir hafi vel gert sér grein fyrir viðkvæmu ástandi ríkisbúskapsins og því hafi þeir ekki lofað útgjöldum upp á hundruð milljarða.
____________
Framsóknarflokkurinn lofaði stórt. Framsóknarflokkurinn var óábyrgur í loforðaflaumi sínum fyrir kosningar. Á það var bent margoft en kjósendur tóku þann pól að trúa þægilegustu fréttunum, burtséð frá möguleikum og sannleiksgildi.
Nú er runninn upp tími efndanna, kjósendur bíða.
En Framsókn hefur undanfarna daga verið að undirbúa undanhald sitt frá loforðapakkanum.
Stjórnarflokkunum var refsað fyrir að segja satt og draga upp raunsanna mynd af ástandi og horfum.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur lofuðu feitt og nú er komið að skuldadögum.
Kjósendur taka ekkert annað í mál en þessir flokkar standi við loforð sín en það sést á vandræðagangi formanns Framsóknarflokksins að eitthvað er málið flóknara en fyrir kosningar.
Kjósendur munu ekki láta blekkja sig mikið lengur, en munu sitja uppi með flokka sem lofuðu stórt og efna minna.
Vandræðalegt fyrir Sigmund Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað segir þetta um fráfarandi stjórn
Óverðtryggð innlán heimila hafa lækkað úr tæpum 684,8 milljörðum króna í júlí 2009 á núvirði í 379,4 milljarða í mars á þessu ári, eða um 305 milljarða króna.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins má ætla að þar af hafi 109,4 milljarðar brunnið á verðbólgubáli en afgangurinn, um 196 milljarðar, farið í útektir og aðrar fjárfestingar. Nafnvextir á innlánum voru 1,1% í mars sl. en verðbólgan 3,9% og rýrnuðu því óverðtryggðar innistæður.
Verðtryggð innlán stóðu í 219,3 milljörðum í júlí 2009 en voru 228,7 milljarðar í mars í ár. Það er aukning um 9,4 milljarða. Hins vegar væri upphæðin í júlí 2009 um 261 milljarður á núvirði ef ekki hefði komið til úttekta af verðtryggðum bókum. Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að vísbendingar eru um að almenningur hafi kosið að færa sparifé í aðrar fjárfestingar.
sæmundur (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 19:11
Skjalborgin um heimilin varð að skaldborg um völdin - vinstri " velfaðarstjórn "
Óðinn Þórisson, 14.5.2013 kl. 19:16
Væntanleg ríkisstjórn er ekki búin að taka við. Samt gerir þú ráð fyrir að hún muni svíkja loforð sín. Flestar ríkisstjórn fá 100 daga til að sýna hvað er að marka það sem hún lofar. Þessi er ekki einu sinni byrjuð starf sitt!!!! Furðuleg skrif hjá þér.
Þú náttúrlega reiknar með að þessi ríkisstjórn hagi sér eins og fráfarandi stjórn sem sveik alla samninga við alla.
Jörundur Þórðarson, 15.5.2013 kl. 00:36
Framsóknarflokkurinn er mesti eyðsluflokkur þjóðarinnar. Hver annar en Framsóknarflokkurinn hvatti til 110% lána.
Margir tóku lán til að fjármagna neyslu, t.d. kaupa jeppa og þ.h. Þessi lán þarf auðvitað að endurgreiða enda er lántaka ekkert annað en að ráðstafa tekjunum fyrirfram.
Það hefur aldrei þótt skynsamlegt að taka lán til að fjármagna einhverja vitleysu.
Framsóknarflokkurinn er flokkur lýðskrumsins. Sigmundur Davíð sækir sér fyrirmyndar í loforðaflaumnum suður til Ítalíu. Silvio Berlúskóni er greinilega hans fyrirmynd.
Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2013 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.