3.5.2013 | 12:18
Framsóknarfenið ?
Ríkissjóður og Seðlabankinn gætu þurft að leita á náðir erlendra lánadrottna til þess að fjármagna afborganir íslenskra fyrirtækja af erlendum lánum sínum og til að greiða fyrir kosningaloforð. Þetta kemur fram í umfjöllun Bloomberg fréttaveitunnar. Þar er meðal annars haft eftir Sigríði Benediktsdóttur, yfirmanns fjármálastöðuleikasviðs Seðlabanka Íslands, að skuldir Íslands fram til ársins 2018 séu of háar.
____________________
Í reynd er maður skíthræddur við niðurstöður þessara kosninga og hvert þær geta leitt okkur.
Ég hef ekki séð marga sem mæla tillögum Framsóknar bót eða hafa á því svör hvernig á að standa við þau óbreytt og ef þau verða sett til framkvæmda af fullum þunga.
Eitthvað er formaðurinn farinn að linast í málflutningi og viðurkennir að þetta sé flókið úrlausnarefni.
Raunsærra viðhorf en það sem kom fram í aðdraganda kosninga að þetta væri ekkert mál og auðvelt, bara spurning um vilja.
Mér sýnast áhyggjur margra fara vaxandi og enn hefur maður ekkert í hendi sem segir að Framsókn ætli að slá af þessum kosningaloforðum.
Voða fín svona ein og sér en hrollvekjandi þegar stóra samhengið er skoðað.
Vonandi eru þessar áhyggjur mínar bull og vitleysa og allt í einu birtist svar og leið sem maður getur trúað og treyst að sé framkvæmanleg án þess að setja annað á hliðina.
Þá skal ég verða glaðastur allra...
Kosningaloforðin fjármögnuð með lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þarf ekki að fara að "fægja" aðeins LANDRÁÐAFYLKINGARGLERAUGUN þín???????
Jóhann Elíasson, 3.5.2013 kl. 13:34
Eruð þið ekki stoltir af verkum fráfarandi ríkisstjórnar að breyta Sjúkratryggingum Íslands í greiðsludreifingarfyrirtaæki . vonum bara að fólk sé ekki svo ósvífið að reyna að nota lyf um helgar
Þeir einstaklingar sem sækja um greiðsludreifingu vegna lyfjakaupa þurfa að bíða samþykkis Sjúkratrygginga Íslands áður en þeir fá lyf sín afgreidd.
Nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum tekur gildi á morgun en Heiðar Örn Arnarson, kynningarfulltrúi SÍ, segir greiðsludreifinguna úrræði fyrir þá sem eiga erfitt með að mæta kostnaði í fyrsta þrepi nýja kerfisins.
Samkvæmt greiðsludreifingarfyrirkomulaginu munu einstaklingar í greiðsluerfiðleikum eiga kost á því að dreifa lyfjakostnaði umfram átta þúsund krónur á tvær greiðslur og kostnaði umfram fimmtán þúsund krónur á þrjár greiðslur. Ef ljóst þykir að einstaklingur muni eiga rétt á 100% greiðsluþátttöku á tólf mánaða tímabili verður hins vegar mögulegt að dreifa kostnaðinum á allt að tíu greiðslur.
sæmundur (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.