Skortur á heiðarleika ?

Neytendasamtökin gagnrýna að styrking gengis krónunnar um 12,7% gagnvart evru á þremur mánuðum hafi ekki skilað sér til neytenda. Á þessu tímabili hafa innfluttar mat- og drykkjarvörur aðeins lækkað um 1,1%.

________________

Allt of oft fær maður á tilfinninguna að neytendur á Íslandi séu fórnarlömb aðstæðna sem óboðlegar eru í nútíma samhengi.

Það er grófur skortur á samkeppni og samráð virðst frekar regla en undantekning.

Að skuli alltaf muna 10 aurum á því olíufélaginu sem lægst er og því sem næst kemur er auðvitað samráð af svæsnustu gerð. Engin samkeppni og neytandinn blæðir.

Nú virðist sem oftast áður að afrakstur styrkingar krónunnar lendi nær óskiptur í vasa fyrirtækjanna en neytandinn blæði eins og alltaf.

Getur það virkilega verið að lögmál hellisbúans gildi í viðskiptum á Íslandi og það sem verst er, enginn í viðskiptum á Íslandi virðist tilbúinn að brjótast út úr þessu ferli.

Neytendur á Íslandi eru fórnarlömb, og kannski verður það þannig um ókomin ár, í það minnsta meðan siðalögmál í viðskiptum eru með þeim hætti sem við þekkjum allt of vel síðustu áratugina.


mbl.is Skilar sér ekki í buddu neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neytendasamtökin gagnrýna að styrking gengis krónunnar um 12,7% gagnvart evru á þremur mánuðum hafi ekki skilað sér til neytenda. Á þessu tímabili hafa innfluttar mat- og drykkjarvörur aðeins lækkað um 1,1%. En laun hafa hækkað og vörugjöld voru hækkuð. Ég hef ekki kannað hverjar breytingarnar hafa orðið á leiguverði, flutningskostnaði, heimsmarkaðsverði o.fl. En mig grunar að fleira stjórni því hvort verðlag lækkar eða hækkar en gengi.

SonK (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 14:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já þetta stafar af verðtryggingu skuldabréfa í bankakerfinu. Hún skapar þenslu í peningakerfinu sem heldur verðbólgunni viðvarandi.

[1302.4112] An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed-Linked Loans) 

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2013 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband