Af stefnu og stefnuleysi.

Það er fróðlegt að fylgjast með andstæðingum Samfylkingarinnar að undanförnu. Sérstaklega hafa Sjálfstæðismenn verið duglegir við að úthrópa meint stefnuleysi flokksins og vingulshátt. Það er eiginlega fyndið í aðra röndina því meðan Samfylkingin kynnir hvert stefnumálið á fætur öðru segir Geir Haarde "pass" ef hann þá yfir höfuð sést eða finnst. Kannski er hann alltaf þarna en maður bara tekur ekki eftir honum, alténd hefur hann ekki neitt fram að færa sem er minnisstætt, meira að segja mér sem bíð með öndina í hálsinum eftir einhverju bitastæðu frá stóra þreytta íhaldsflokknum.

Á meðan stjórnarflokkanir sofa leggur Samfylkingin fram hvert stefnumarkmiðið á fætur öðru fyrir þjóðina og mörg þeirra munu marka tímamót þegar flokkurinn fer í ríkisstjórn í vor. Mér er sérstaklega hugleikin umhverfisstefnan sem birtist þjóðinni í ritinu Fagra Ísland. Frumvarpið er  byggt á stefnu flokksins í umhverfismálum, sem ber yfirskriftina Fagra Ísland. Samfylkingin vill að stjórnvöld ljúki rammaáætlun um náttúruvernd sem nái til landsins alls. Í áætluninni eigi að koma fram hvaða landssvæði eigi að vernda og hvernig skuli staðið að því.

Á meðan sú vinna fari fram, verði öllum rannsóknum og áætlunum varðandi stóriðju hér á landi frestað.

 http://www.samfylking.is/Forsida/Stefnan/FagraIsland/


Þessi áform marka þáttaskil í umræðunni um umhverfismál á Íslandi. Meginupplegg er að náttúran njóti vafans og það gjörbreytir áherslum í þessum málaflokki sem því miður hefur verið á villgötum í höndum stjórnarflokkana öll þau tólf ár sem þeir hafa setið að völdum.

Ef fólk vill stefnubreytingu í þessum málaflokki ætti það að kynna sér þessa stefnu. Hún hefur það farmyfir stefnu VG að hún er öfgalaus og skynsamleg. það er lykillinn að því að ná raunhæfum árangri í þessum málum til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband