Framsókn vill staðfesta Árna Páls-leiðina.

Framsóknarmenn hafa lagt fram málamiðlunartillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Flokkurinn vill að ákvæði um auðlindir í þjóðareign verði bætt við núgildandi stjórnarskrá og að formenn flokka undirriti sameiginlega yfirlýsingu um framhald stjórnarskrármálsins.

Lending er að takast sem tryggir að stjórnarskrármálið deyr ekki í málþófi Sjálfstæðisflokksins.

Að vísu virðist hluti Hreyfingarinnar ( Þór Saari ) Ekki átta sig á hvað þarf að gera og hvað gerist ef það verður ekki gert.

En eins og er virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að einangrast í vörn sinni fyrir sérhagsmunahópana og kannski vill Þór Saari sameinast þeim með að taka ekki þátt í að bjarga stjórnarskránni.

Í tillögu sem framsóknarmenn segjast leggja fram til málamiðlunar í dag kemur m.a. fram að þeir vilji ekki breyta breytingarákvæði stjórnarskrárinnar. Álfheiður Ingadóttir sagði á Alþingi nú fyrir stundu, þar sem framhald 2. umræðu um stjórnskipunarlög hófst fyrir stundu, að Vinstri-græn gætu ekki og myndu ekki fallast á þessar hugmyndir.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/06/ekki_aftur_snuid_med_stjornarskrana/

Það kemur í ljós að tillaga Framsóknarmanna var fjarri því að vera sú sem boðuð var. Þeir vilja frysta þjóðarviljan í fjögur ár samkvæmt þeim fréttum sem berast.´

Ég biðst forláts á að hafa haft trú á Framsóknarflokknum.


mbl.is Leggja fram málamiðlun um auðlindaákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband