Hallærislegur - í ljósi atburða á Íslandi.

„Nýjasta sending frá ESB til okkar er að sambandið hyggst hafa meðalgöngu í málaferlum gegn Íslandi, svona rétt eins og glæsilegur árangur þeirra í Icesave var, í deilum um að troða inn í landið hráu kjöti.“

Þetta sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, meðal annars í setningarræðu Búnaðarþings 2013 í gær. Hann sagði að kjötið gæti ESB ekki ábyrgst „hvort hneggjaði eða baulaði í lifanda lífi.

___________________

Hallærislegur þessi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og bændahöfðingi.

Eins og einhver sagði... það var þó allavegana kjöt í Evrópumatvælunum en á Íslandi var það aukaatriði og dæmi um að ekkert slíkt væri í unnum íslenskum landbúnaðarvörum.. Ekkert kjöt í kjötbökum og enginn hvítlaukur í hvítlauksrétti og við ekki í ESB.

Reyndar er það umhugsunarefni hversu lágt ESB andstæðingar geta lagst og lægst leggjast gjarnan þeir sem tengjast bændastéttinni á einhvern hátt.´

Maður hefur eiginlega á tilfinningunni að frambjóðendur Framsóknar og Sjálfstæðisflokks séu í harðri samkeppni um hallærislegustu ummæli ársins um ESB.

Sennilega hefur Haraldur náð að toppa þingmannann Framsóknarflokksins ... þennan úr Dölunum með hallærislegum ummælum um ESB og mál tengd Evrópu.


mbl.is Hvort hneggjaði eða baulaði ESB-kjötið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta svokallaða fullkomnasta "matvælaeftirlit í heimi" að sögn ESB sinna á Íslandi er samt ítrekað staðið að því að geta ekki stöðvað svindlibrask með matvæli og heldur ekki að koma í veg fyrir alvarlegar E-coli sýkingar sem kostuðu tugir manna lífið eins og gerðist á Spáni og víðar fyrir 2 árum síðan. Það sem verra er að vegna fjórfrelsisins margrómaða þá eykst flækjustigið um allan helming og mjög illa gengur að finna rekjanleika þessara svindlibrasks.

Aldrei tókst að finna neitt út úr því hvaðan E-coli sýkingin kom sem í fyrstu var rakin til gúrkna en síðar kom í ljós að svo var alls ekki.

Matvælaframleiðsla á Íslandi er til fyrirmyndar þó svo alltaf megi gera betur, hún er ein sú öruggasta í heimi enda eru matvælasýkingar eða eitranir af völdum matvæla hér ákaflega fáheyrðar í samanburði við nágranna lönd okkar, þar sem að þær eru miklu mun algengari.

En úrtölu- og landsölu fólki ESB trúboðsins á Íslandi er ekkert heilagt.

Hér skal níða niður allt sem íslenskt er til þess að tilgangurinn geti helgað ESB meðalið !

Gunnlaugur I., 4.3.2013 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband