Skítalyktin var marktæk. Sjálfstæðisflokkurinn svíkur.

„Engu að síður er alltaf sjálfsagt að setjast niður og hlusta á hugmyndir. Ég hef ekki séð ennþá neinar útfærðar hugmyndir. Þetta eru allt almenn orð um það hvernig þeir sjái þetta fyrir sér. En það er augljóst að hendur næsta þings verða ekki bundnar af þessu þingi,“ segir Bjarni.

____________________

Sjálfstæðisflokkurinn talaði um að ekki væri nægilega mikið rætt um stjórnarskrá og það þyrfti að ræða þessi mál betur.

Gott og vel... segjum að svo sé.

En í dag kemur hið sanna í ljós. Árni Páll leggur það til að afgreiða mikilvæga hluti en bindast síðan fastmælum að málið verði klárað eftir kosningar.

Bjarni Benediktsson staðfestir í dag að um slíkt verði ekki að ræða, ekki komi til greina að binda þingið yfir á næsta kjörtímabil.

Það var alltaf hálfgerð ólykt af þessum málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins að þyrfti að ræða þessi mál betur.

Nú hafa kjósendur það svart á hvítu, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda verða stjórnarskrármál blásin af og vilji meirihluta kjósenda á Íslandi hunsaður.

Virðing flokksins fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og lýðræði er í skötulíki.

Klókur Árni Páll að láta Sjálfstæðisflokkinn opinbera áform sín fyrir kjósendum í tíma.


mbl.is „Hendur næsta þings ekki bundnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Páll er að svíkja þjóðina í þessu máli, fjórflokknum er ekki treystandi í þessu frekar en í kvóta innkölluninni, sem lofað var fyrir síðustu kosningar.

Það eina sem getur bjargað þjóðinni frá glötun er að sameinast um að kjósa Lýðræðisvaktina í vor.

Verði Lýðræðisvaktin nógu sterk á næsta þingi er von um betri tíð.

Ef íhaldið og framsókn komast að leiðir það þjóðina beint í glötun.

Trausti (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 21:26

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Furðuleg fullyrðing.

Ég myndi segja að sá sem stærst svíkur hér, standi síðuhafa nær hugmyndafræðilega séð en formaður hrunflokksins.

hilmar jónsson, 2.3.2013 kl. 21:31

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er með eindæmum hvað þið Samfylkingarfólk eruð hörð á að allt sé öðrum að kenna það sem aflaga fer í ykkar blessaðri ríkisstjórn,ég sé að þú ert alveg bilndur á allt sem aðrir hafa fram að færa!!!taktu þig nú á og vertu málefnalegri!!!!/kveðja

Haraldur Haraldsson, 2.3.2013 kl. 21:48

4 identicon

Samfylkingin getur pakkað saman og farið ,,norður og niður"  !

Vil vitna til orða Jóhannesar ( tekið af eyjunni ) :

Jóhannes Björn · Virkur í athugasemdum · Vinnur hjá sjálfstæður.

Það verður aldrei endurtekið of oft að pólitíkusar sem vinna gegn nýrri stjórnarskrá eru í vinnu hjá þjófum. Þjófarnir vilja alls ekki að auðlindir Íslands verði eyrnamerktar þjóðinni. Þeir vilja halda áfram að einoka fiskinn í sjónum. Þjófarnir eru farnir að finna olíulykt og þeir ætla að leggja undir sig jarðir sem veita vatnsréttindi. Ný stjórnarskrá VERÐUR að sjá dagsins ljós. Venjulegt fólk verður að rísa upp og mótmæla vinnubrögðum strengjabrúðanna á Alþingi. Þetta er e.t.v. mikilvægasta mál sem hefur komið upp í áratugi.

JR (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 22:41

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

FJÓRFLOKKSMAFÍAN SÉR UM SÝNA!

Sigurður Haraldsson, 2.3.2013 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband