Undrandi ! - fyrr má nú rota en dauðrota.

Um næstu helgi verður Samfestingurinn, sem er hátíð samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi (Samfés), haldinn hátíðlegur. Ákveðnar reglur eru í gildi varðandi klæðaburð ungmennanna, en stúlkur mega t.d. ekki sýna brjóstaskoru og þá mega piltar ekki vera berir að ofan.

_____________________

Maður er bara undrandi... annað er ekki hægt að segja.


mbl.is Mega ekki sýna brjóstaskoru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ef þú átt dóttur sem er á aldrinum 14-17ára, værir þú þá til í að sjá hana klæða sig upp eins og hverja aðra portkonu???

Það er nefnilega ekki verið að tala um að fólk egi að klæðast einhverri búrku, eins og sést hefur ritað á bloggsíðum hingað og þangað um hið stóra alnet.

Mér hefur persónulega ofboðið að sjá krakka, óharðnaða unglinga, mæta á dansleiki "klædda" í tuskur sem varla skýla nokkrum sköpuðum hlut. Þar hef ég verið að störfum í aðhlynningu fyrir þá sem hafa orðið Bakkusi að bráð, eða meiðslum hverskonar, og hefur mér reynst einstaklega vel að hafa ógrynni af teppum með í slíkar vinnuferðir, til að breyða yfir ósköpin...

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 27.2.2013 kl. 16:08

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fyrr má nú rota en dauðrota sagði ég...en þú sérð bara portkonur... það er spurning um hugarfar.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.2.2013 kl. 18:12

3 identicon

Sæll Jón Ingi

Ég er í Ungmennaráði Samfés og er því lýðræðislega kosin talsmaður þessara 4500 unglinga sem mæta á þennan viðburð. Ég get ekki annað en harmað þessa umræðu og finnst hart að svona flottur viðburður fái þessa tegund umfjöllunar en ekki þá sem viðburðurinn sjálfur snýst í raun um.
Við í Ungmennaráði Samfés fundum okkur knúin til að setja mörk þar sem að unglingar, þá aðallega stelpur, voru farin að klæða sig á ósiðferðislegan hátt.
Við hjá Samfés gerum okkar allra besta til að halda flottasta og stærsta ball landsins fyrir þennan aldurshóp og höfum hingað til staðið okkur með prýði í því hlutverki. SamFestings ballið er stærsta áfengis- og vímuefnalausa ball fyrir unglinga í 8-10 bekk, eða alls mæta 4500 unglingar á það eins og áður hefur komið fram.
Við viljum að okkar viðburðir fái á sig gott orðspor, ekki nöfn eins og "sleikfés" o.s.frv. Það er m.a. ein af þeim fjölmörgu ástæðum fyrir því að við, Ungmennaráð Samfés, settum þessar reglur.
Við höfum almennt fengið góð viðbrögð við þessu og engin leiðindi frá unglingunum því að þau virðast skilja ástæðurnar.

Mbk. Lísa Margrét

Lísa Margrét (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 00:28

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flott hjá ykkur í Samfés.

Unga fólkið er framtíðin.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.2.2013 kl. 01:06

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Lísa Margrét, Siðferði er huglægt hugtak. Það sem einum finnst ósiðlegt finnst öðrum í góðu lagi. Það sem þó verið að innprenta í unglinga þarna er sú skoðun að líkaminn sé eitthvað sem eigi að skammast sín fyrir. Það er ennfremur verið að gera þessa hluti að bannhlutum og mun meira spennandi í kjölfarið með viðeigandi viðhengjum.

Jón Frímann Jónsson, 28.2.2013 kl. 02:18

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Allt er það spurning um orðalag Jón Ingi...

Sé að lesskilningur er ekki mikill hjá þér, þú gleymir allavega þeim orðum sem á undan komu í setningunni "klæða sig upp eins og hverja aðra portkonu".

Portkona er svona myndlýking og er aðallega átt við að miðað við klæðaburð verður útlitið ekki gott... Þú hefur væntanlega ekki verið á dansleikjum þar sem ungar stúlkur koma í klæðalitlum fatnaði sem varla flokkast undir að vera fatnaður, hylur í mesta lagi magan.

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 28.2.2013 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband