Aðeins meira um hvalkjöt og hvalveiðar.

Menn vilja fá að vita nákvæmlega hvað er í þessu vegna þess að það hefur ekki verið hreyft við þessu í svo mörg ár," sagði Kristján í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Merkileg setning hjá hvalveiðifurstanum. Menn vilja vita nákvæmlega... Hvað þýðir þetta ? Þetta þýðir einfaldlega að menn vilja ekki kaupa hvalkjöt. En það er ekki af því menn haldi að þetta sé eitthvað eiturbras sem verið er að veiða hér..síður en svo. Það er einfaldlega ekki markaður fyrir þetta kjöt. Í fyrsta lagi af pólitískum ástæðum, í öðru lagi af þeim einföldu ástæðum að hefðin er að hverfa á þeim eina stað sem ef til vill gæti komið til greina þ.e. Japan.

Hvað ætlar Kristján Loftsson að ferðast oft til útlanda til að reyna að selja þetta illa fengna kjöt ? Þess  bíður það hlutskipti að verða urðað í skjóli nætur þegar menn halda að allir hafi gleymt því.

"En var eitthvað á fundinum að græða? „Nei, það mættu svo fáar af þeim þjóðum sem eru á móti hvalveiðum og það sýnir bara hvað þetta er pólaríserað," sagði Kristján að lokum"

Hvernig væri að stjórnmálamenn tækju af skarið og lýstu því yfir að þessu sé lokið svo kallgreyjið þurfi ekki að rassskellast svona um heiminn sér og öðrum til armæðu.


mbl.is Enn beðið eftir efnagreiningu á hvalkjötinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband