Gamaldags "karlpungaflokkur" ?

Sigurður Ingi Jóhannsson, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, lýsti því yfir formlega í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins að hann byði sig fram til varaformennsku í Framsóknarflokknum.
_________________

Það vekur athygli mína hversu gamaldags og þunglamalegt yfirbragð Framsóknarflokksins er.

Konur eiga ekki upp á pallborðið á framboðslistum.

Aðeins 25% frambjóðenda flokksins í efstu sætum eru konur sem vekur athygli árið 2013.

Formaður flokksins er þunglamalegur gamaldags pólitíkus og ef Sigurður Ingi verður varaformaður þá er einsleitnin hrópandi.

Mér finnst eiginlega stórmerkilegt að ekki skuli hafa verið unnið með þessar staðreyndir í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að fylgi hans fer jafnt og þétt þverrandi, enda stendur hann fyrir afar óljós málefni og sagan er vörðuð spillingu og fyrirgreiðslu.

Það er greinilega ekki vilji til að uppfæra flokkinn til nútímans á þeim bænum.


mbl.is Býður sig fram til varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi Framsóknarflokkur er hálfgerður „Þursaflokkur“, samansafn af amböguhætti, afglöpum og stórkarlahætti. Óskandi er að sem flestir sjái gegnum þennan ósnotra flokk braskara og séreiginhagsmuna!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.2.2013 kl. 17:26

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sú hugsun sem er á bak við stefnumál og þjóðrembu sem Framsóknarflokkurinn stendur fyrir - er gömul hugsun sem einkennist að gamla húsbóndavaldinu - sveitahöfðingjaveldinu og fleiri þáttum sem voru góðir og gildir um miðja síðustu öld. Mér finnst oft eins og þessi gamla hugsun sem byggir á hefðum aldanna - sé frekar til staðar í sveitum en í þéttbýli.

Þetta er ekki sagt neinum til hnjóðs - heldur hafa hefðir og venjur aldanna haldist þar lengur en víða annars staðar. Konur eru mun minna í forsvari í þeim hugarheimi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2013 kl. 17:55

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála.

Sigmundur & Co eru sem steinrunnin nátttröll sem eiga ekkert erindi á 21.öldinni!

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2013 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband