Gullfiskaminnið lætur ekki að sér hæða.

Fjórir af hverjum tíu landsmönnum vilja að forystumenn stjórnarflokkanna segi af sér vegna niðurstöðu Icesave-málsins, samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

________________________

Ríkisstjórn Geirs Haarde ákvað í mjög þröngri stöðu að semja um Icesave. Það voru kröfur allra sem vildu hjálpa Íslandi og bjarga frá gjaldþroti.

Reynt var að semja í nokkur ár án árangurs.

Síðan fór málið og dóm og hefði getað farið á ýmsa vegu en sénsinn var tekinn og sem betur fer unnum við þetta dómsmál, þökk sé góðum málstað og frábæru lögmannateymi.

Sagan vann líka með Íslandi, það vildi semja og það var plús.

Síðasti Icesavesamningur var samþykkur af 75% þingmanna, væntalega eiga þeir allir að segja af sér samkvæmt þessari könnun.

En auðvitað gat enginn vitað hvar þetta má endaði og að reyna að vera vitur eftirá er svolítið íslenskt. Reyndar kemur þessi jákvæði dómur flestum á óvart.

Reyndar er þessi gleðilega útkoma jákvæð því Ísland fær betri stöðu svona álitslega séð.

En peningalega sé er niðurstaðan sú sama og hefði orðið eftir síðasta samning, enginn kostnaður lendir á ríkissjóði vegna þess að þrotabúið á fyrir Icesaveskuldinni.


mbl.is 40% vilja afsögn ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

60% traust á ráðherrana er með því mesta sem hefur sést lengi.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.2.2013 kl. 08:30

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hver væri staða Íslands í dag ef ríkisstjórn Geirs Haarde hefði ekki sett neyðarlög ?

Hver væri staða Ísland í dag ef ríkisstjórn Geirs Haarde hefði ekki lagt til að samið yrði um Icesave ?

Sjálfstæðismenn töluðu fyrir Icesave I sem nam 13,4 vergri landsframleiðslu og ÓRG skrifaði undir þann samning.

Síðan voru gerðir þrír til viðbótar og sá síðasti nam 2,4% af vergri landsframleiðslu, honum var hafnað jafnvel þó að það lá fyrir að hann mundi ekki kosta ríkissjóð krónu.

Þetta samningaferli bjargaði því að Ísland var ekki úthrópað í samfélagi þjóðanna á þeim myrku dögum sem ríktu í árslok 2008 og 2009 og fékk þá fyrirgreiðslu sem dugði til að halda okkur á floti.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.2.2013 kl. 08:39

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Og ertu þá enn að tala fyrir því að við áttum að semja???

ef svo þá ertu illa jarðtengdur...

En til að svara einhverjum af þessum spurningum þínum...

Ef ekki hefðu verið sett neyðarlög = við værum líklega í verri málum.

Ef ekki hefði verið lagt í samningaleiðina = unnið mál eins og staðan hefur sýnt...

Restin er bara tómt áróðursbull frá krötum og þeim sem eru lengst til vinstri...

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson

Stjórnarmaður í félagi Vinstri Grænna í ónefndu bæjarfélagi.

PS...

Tek fram að ég styð ekki fíflaskapinn hjá ríkisstjórninni.

Ólafur Björn Ólafsson, 1.2.2013 kl. 09:15

4 identicon

Best að byrja á að óska okkur til hamingju með sigur okkar í þessu máli sem var höfðað af eftirlitsstofnun á vegum Íslands, Liktenstein og Noregs, fyrir rétti skipuðum dómurum frá Íslandi, Liktenstein og Noregi. Breski lögfræðingurinn okkar stóð sig frábærlega og undrun flestra hefði ekki verið meiri hefðum við fengið Skotland í skaðabætur. En þá er bara eftir að sjá hver viðbrögð annarra verða.

DolliP (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 16:12

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þú ert svo veruleikafirrtur. En það er óþarfi hjá ykkur vinstri mönnum að vera alltaf að reyna að skálda upp einhvern samning sem sjálfstæðisflokkurinn á að hafa talað fyrir. Það er lygi að sjálfstæðismenn hafi gert einhvern samning. Það rétta er að menn byrjuðu samningaviðræður rétt eftir hrun þegar hér var allt á hvolfi og þó eitthvað minnisblað með hugmyndum breta af samningi hafi verið til þá þýðir það ekki að gerður hafi verið samningur. En þú ert nú ekki vanur að láta sannleikann neitt vera að trufla hatursáróðursbullið. En áhugavert er að ítreka það hver var með það ráðuneytið sem allt þetta heyrið undir þ.e. Bankar fjármálaeftirlit og fleira. Það ætti að skylda alla íslendinga til að horfa á þetta myndband minnst einu sinni í mánuði. http://www.youtube.com/watch?v=Hf793vUAkFQ

Hreinn Sigurðsson, 1.2.2013 kl. 19:11

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já það væri góð hreinsun af Alþingi ef að 75% væru teknir af þingi. Er það ekki það sem fólk vill losna við alla þessa viðvæninga?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.2.2013 kl. 20:47

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekkert skil eg í þessum Hreini. Telur hann sig hafa svo „hreinar“ skoðanir að aðrir hafi rangt fyrir sér?

Icesaveleikritið var ákaflega klént, leiksstjórinn á Bessastöðum var allt í einu orðinn aðalleikarinn á sviðinu vegna þess að enginn annar reyndist betri að valda hlutverkinu!

Nú hefur Björgvin Guðmundsson reiknað út að töfin í boði leiklistamanna Icesave hafi kostað þjóðina 60 milljarða að lágmarki. Hvernig rökstyður hann það? Jú, við bhefðum náð að byggja upp viðskiptatraust mun fyrr, lánshæfismatið orðið hagstæðara sem og öll viðskiptakjör og vextir. Hagvöxtur hefði orðið meiri og dregið úr atvinnuleysi. En þetta Icesave leikrit var afvegaleiddum löndum okkar mikilvægara. Og Icesave hefði getað orðið úr sögunni fyrir 3 árum. Þeir trúðu á eigin blekkingavef og þeir um það.

Góðar stundir og til hamingju með góðan formann! Guðbjartur hefði einnig verið fínn!

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2013 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband