22.1.2013 | 16:51
Hæfileikamaður á leið í landsstjórnina ?
Aðaleigandi BNT hf. var fjárfestingafélagið Máttur sem var í eigu Einars og Benedikts Sveinssona auk Karls og Steingríms Wernerssona. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var fram til 2008 stjórnarformaður BNT og sat í stjórn Máttar.
_________________________
Erlendis væri óhugsandi að stjórnmálamaður gæti verið formaður stjórnmálaflokks með slíkar byrðar á bakinu.
Þó er Ítalía þar undanskilin, þykir heldur kostur á þeim bænum.
Nú hefur umræddur stjórnmálamaður lýst því yfir að hann og flokkur hans séu þeir bestu til að stjórna landinu í framtíðinni, og það þrátt fyrir fortíð þess flokks og ábyrgð á aðdraganda hrunsins. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði þeim málaflokki í tvo áratugi.
Nú er komið að þjóðinni að ákveða hvort formaður Sjálfstæðisflokksins sé sá hæfileikamaður í efnahagsstjórnun að honum sé treystandi til að taka við endurreisninni sem félagshyggjuflokkarnir hafa leitt fram að þessu.
En satt að segja, sporin hræða og kannski þarf að hugsa sig vel um áður en slíkum hæfileikamönnum verður trúað fyrir landi og þjóð svo ekki sé talað um flokkinn hans og því sem hann segist standa fyrir.
4,3 milljarða gjaldþrot BNT | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held þú ættir ekki að hætta þér út á þessa braut.Björn Valur á ekki beint glæsta fortíð.Aðstoðarmaður forsætisráðherra og ráðgjafi er dæmdur skattsvikari og fleira má eflaust tína til.Við skulum athuga að það getur öllum orðið á í lífinu (nema þér)
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 22.1.2013 kl. 17:16
Hún er ekki betri músin sem læðist (sjs), en músin sem stekkur.
Það er ENGUM að treysta í stjórnmálum á Íslandi. ENGUM!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 18:47
Engeyjarættin hefur marga fjöruna sopið og gróðahyggja sumra ættmennanna er gjörsamlega hömlulaus sem aðrir ættmenn hafa væntanlega skömm á.
Fortíð Bjarna Benediktssonar núverandi formanns og ættmenna hans getur varla talist til fyrirmyndar. Þar virðist braskhugsunarhátturinn vera allsráðandi og kappkostað að komast til valda hvað sem það kostar.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 22.1.2013 kl. 18:50
Dæmið og þer munið dæmdir verða segir hin helga bók,eftir frelsara vorum!!!eigum við ekki bara að láta dómsmálin um þetta ef hann hefur framið brot!!!,ættli fangelsin væru ekki full ef allir væru þar sem vorum um borð fyrirtækja sem fóru á hausinn!! en svona til ykkar Guðjón og Jón Ingi eru þið ekki rifnir af afrekum hjúana Steingríms og Jóhönnu,bara ef Iceseva hefði verið borguð eins og þau vildu 3-6 hundruð milljarðar,er það ekki spilling eða hvað!!!!
Haraldur Haraldsson, 22.1.2013 kl. 22:19
Hæfileikamaður í efnahagsstjórnun? Bjarni er menntaður í lögfræði. Hann er ekki einu sinni hæfileikaríkur á því sviði.
Reyndar er maðurinn ekki heldur með grunnskólalandafræði á hreinu, hann heldur að borgin Haag sé ekki í sama landi og þar sem því er haldið fram fullum fetum að Ísland sé Landsbankinn.
Fákunnátta þessa manns (þ.e.a.s. af flestu öðru en frændhygli) er meðal þess sem varð honum að fótakefli í Icesave málinu og mun verða honum að falli í fleiri málum.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2013 kl. 22:48
hvar er þjóðin sjálf með alla sina "islendingabok.is" á netinu, eins og kóngafólkið sjálft.
Við erum öll "Íseyjarætt" og verðum að leyfa framtíð barna okkar allra að eiga framtíð, ekki bara forferðrahræðslu"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.1.2013 kl. 22:58
Hann fer létt með að setja Ísland á hausinn, vanur maður!
Guðmundur Pétursson, 23.1.2013 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.