Vönduð vinnubrögð og víðtæk sátt er forsendan.

„Nú liggja fyrir Alþingi ný lög um náttúruvernd. Víst er að þar er margt gott að finna og ásetningur vafalaust góður“ segir Halldór Jón Theódórsson, bifvélavirki, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þegar nýju lögin eru lesin, segir Halldór Jón, er rauði þráðurinn sá að taka það fyrirkomulag sem nú er við lýði alfarið úr sambandi. Nota á nýjan kortagrunn sem fjarri því er tilbúinn og nota hann sem stjórntæki fyrir þá vegi og vegslóða sem má fara um.

_________________

Á Íslandi verður að skapast víðtæk sátt um umhverfismál og náttúruvernd.

Ef keyra á eitthvað ofan í kokið á hópum sem málið varðar er verr af stað farið en heima setið.

Náttúrverndarlög sem fáir fara eftir gera ekkert gagn.

Því er mjög mikil nauðsyn á samráði og skynsemi við vinnslu slíkra laga, svo ekki sé talað um eftirfylgni.

Ég þekki ekki hvernig hefur verið staðið að þessum málum í umhverfisráðuneytinu en tilfinning mín er að ákveðnir hópar og hagsmunaaðilar upplifi að yfir þá sé valtað.

Slíkt má alls ekki gerast því þá er hætt við að ný náttúruverndarlög og árangur sem á að ná með slíkum lögum verði minna en ásættanlegt getur talist.

Því held ég að Alþingi eigi að vanda mjög gerð þessara laga og ekki síður fá hagsmunhópana að borðinu og hlusta á rök þeirra og skýringar sem ég upplifi að ekki hafi verið sem skyldi fram að þessu.


mbl.is Náttúruverndarlög á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Það hefur verið valtað fram og til baka yfir hagsmunaraðila og loforð svikin trekk í trekk,öllum þeim sem ekki ferðast á gönguskóm er úthýst og réttur þeirra fótum troðinn.

Samkv skilgreiningu eru hagsmunarsamtök þeirra sem kjósa að ferðast á annann máta eða sameina göngu og akstur úthýst,og þau eða þeir sem svo gera flokkast ekki sem útivistarfólk,heldur eingöngu þeir sem ferðast um á gönguskóm og reiðhjólum.

Þetta er tekið fram í Hvítbók VG og þess vegna eru skoðanir og vilji hagsmunarsamtaka hátt í 55 þus manna barna og kvenna hunsað frá a til ö.

Ég bloggaði um þetta um dagin og fer þar nánar út í skilgreininguna í "Hvítbók"

Kv Laugi sem ferðast að mestu í jeppa.

slóðin á bloggið mitt er hérna http://laugi.blog.is

Sigurlaugur Þorsteinsson, 7.12.2012 kl. 10:21

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

Það er rétt hjá Sigurlaugi að hérna var gjörsamlega valtað yfir alla sem hefði átt að hafa samráð við enda stóð Svavarsdóttir að baki þessum yfirvöltun

Magnús Ágústsson, 7.12.2012 kl. 11:30

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svona, svona! Hvernig væri að halda ró sinni?

Guðjón Sigþór Jensson, 7.12.2012 kl. 12:23

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var að kíkja á lagafrumvarpið um náttúruvernd. Eg sendi aths. í haust varðandi 21. gr. sem fjallar um „heimildir almennings til farar um vötn og til að nota vötn til sunds og baða“. Eg vil takmarka umferð vélknúinna farartækja mjög verulega og vís til reynslu af Mývatni þar sem einungis mjög fáum er veitt þessi heimild og þá með takmarkaðri stærð báta og véla. Á Skorradalsvatni og Þingvallavatni eru menn komnir með báta knúnum vélum ætluðum til úthafssiglinga. Þessi farartæki eiga ekkert erindi á vötn. Í aths. við greinina er komið ákvæði þar sem takmarka megi slíka úgerð þannig að tryggja megi næturfrið! Það er eins og einhverjum hafi dottið í hug að fara einhverja millileið: þessi útgerð er heimil á daginn og fram að háttatíma! Svona hálfkák er óþolandi! Auðvitað er mikið ónæði fyrir fólk og fiðurdýr hvort sem þessi hávaðatæki eru notuð að nóttu eða degi.

Mín vegna má skoða þetta frumvarp betur.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.12.2012 kl. 18:19

5 Smámynd: Magnús Ágústsson

Guðjón það eru allir slóðar með ám og vötnum sem verða bannaðir sem dæmi er 20KM slóði meðfram silungasvæði vatndalsár verður flokkaður sem utanvega akstur er það ásættanlegt? slóði sem hefur verið notaður í marga áratugi og áður fyrr var þetta svæði malarauðn en núna gróið svæði þökk sé Heklu bræðrum 

Magnús Ágústsson, 9.12.2012 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband