Eldri Sjálfstæðismenn hvetja til óheftrar frjálshyggju.

„Við sjálfstæðismenn viljum tryggja efnahagslegt sjálfstæði einstaklingsins og halda skattlagningu í hófi. Til þess að ná þeim markmiðum er nauðsynlegt að byggja upp traust og ryðja á brott opinberum hindrunum sem standa í vegi fyrir því að unnt sé að nýta auðlindir landsins til nýrrar atvinnustarfsemi og auka þannig afrakstur þjóðarbúsins en það er forsenda fyrir velmegun öllum til handa.  

____________________ 

Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES, hvetja sjálfstæðismenn til að standa þétt saman í þeirri kosningabaráttu sem framundan er. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi þeirra í vikunni.

Það fer ekki á milli mála hvað eldri Sjálfstæðismenn vilja. Það liggur í orðanna hljóðan að kallað er eftir fyrirhyggjulausri frjálshyggju á ný.

Ekki undarlegt því sú kynslóð Sjálfstæðismanna sem hér talar þekkir ekkert annað en skefjalaust vald Flokksins í málefnum landsins.

Þeir vilja ryðja burt hindunum og vilja fá að halda áfram gengdarlausri og óheftri rányrkju eins og stunduð hefur verið í valdatíð Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðismenn ganga með þann draum í maganum að árin fyrir 2007 komi aftur og þeir geti haldið áfram þar sem frá var horfið.

Þeir einu sem geta komið í veg fyrir það eru landsmenn sjálfir.


mbl.is Hvetja sjálfstæðismenn til að standa þétt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Jón Ingi þú hefur ekki hugmynd um hvaða draum sjálfstæðismenn ganga með í maganum.En það vita allir að jafnaðamenn svokallað samfylkingarfólk dreymir um að allir verði jafn fátækir og að allir hafi það jafn skítt.Svei ykkur bara.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 30.11.2012 kl. 16:43

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Við sjálfstæðismenn viljum tryggja efnahagslegt sjálfstæði einstaklingsins og halda skattlagningu í hófi."

Þetta segja þeir alltaf. En hafa þeir staðið við þetta? nei.

"kallað er eftir fyrirhyggjulausri frjálshyggju á ný"

Á ný? Ja... í hvaða hliðarraunveruleika var það?

"Ekki undarlegt því sú kynslóð Sjálfstæðismanna sem hér talar þekkir ekkert annað en skefjalaust vald Flokksins í málefnum landsins."

Skefjalaust vald flokksins... uhm... en það er í hreinni mótsögn við línuna rétt á undan. Hvort er það, fyrirhyggjulaus frjálshyggja eða skefjalaust vald flokksins? Þú getur ekki haft bæði. Það er eins og að vera bæði lifandi og dauður. Þetta er ekki köttur Schrödingers.

Frjálshyggja já... það væri vissulega nývirki á Íslandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2012 kl. 16:45

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gömlu íhaldsmennirnir telja „nauðsynlegt að byggja upp traust“. Gott og vel en á hvaða forsendum? Á kannski að byggja traustið á kostnað annarra en þessara sömu sálna íhaldsins?

Íhaldsmenn allra tíma hafa slegið um sig með stórkarlalegum yfirlýsingum sem oft hafa vakið mikla athygli. En þeir skilja áheyrendur sína oftast á krossgötum þar sem ekki er ljóst hvernig á að leysa málin og á hvers kostnað.

Gott dæmi er ritdeila Indriða H. Þorkelssonar við eina íhaldsafturgönguna í Fréttablaðinu í vikunni. Eg leyfi mér að taka undir allt það sem IHÞ ritar enda byggir hann á áratuga reynslu í skattarétti. Hann er málefnalegur og mjög rökfastur sem ekki verður sagt um andmælanda hans að sama skapi. Hvet alla að lesa og skoða þessar greinar sem nákvæmlegast.

Góðar stundir!

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2012 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband