19.2.2007 | 10:58
Ofsagróði enn og aftur.
Fréttir af ofurgróða fyrirtækja á Íslandi heldur áfram. Skemmst er að minnast talna frá bönkunum sem námu tugum milljarða á hvern um sig. Samtals slagaði gróði stóru bankanna þriggja hátt í 200 milljarða, ókskiljanleg tala öllum almenningi. Bankastjórar bankanna hafa keppst um að verja þessar niðurstöður jafnframt því að þeir segja almenningi á Íslandi að ekki sé meiningin að lækka álögur á almenna viðskiptavini. Máltækið " Mikill vill meira" og " Margur verður af aurum api " lifa góðu lífi í nútíma samfélagi.
Fréttir í dag segja að Stoðir fasteignafélag í eigu Baugs hafi margfaldað hagnað sinn milli ára. Fasteignafélagið Stoðir hf. skilaði tæplega 11,4 milljarða króna hagnaði á síðasta ári samanborið við tæplega 2,1 milljarðs króna hagnaðar ári fyrr.
Í ársuppgjöri Stoða kemur fram að rekstrartekjur félagsins hafi numið 6.191 milljón króna samanborið við 3.468 milljónir ári fyrr. Heildareignir samstæðunnar námu 156.634 milljónum króna en þær námu 72.538 milljónum í árslok 2005.
Eigið fé félagsins í lok síðasta árs nam 22.717 milljónum króna. Þar af nam hlutafé 2.2200 milljónum króna. Til samanburðar nam eigið fé Stoða 10.832 milljónum í lok árs 2005.
Þetta er hluti af frétt dagins í vefmiðlum nú. Auðvitað er það stórkostlegt að íslensk fyrirtæki séu rekin með hagnaði. En það er nú einu sinni með fjármagn að það vex ekki á trjánum. Ef einhver græðir koma þeir peningar frá öðrum.
Umfjöllun um þennan mikla hagnað fyrirtækja er einhvernvegin þannig að allir græði en enginn borgar. Ég stundum velti því fyrir mér hvort menn virkilega trúa því sem þeir segja í þeim efnum. Það nýjasta er að gróðinn verður til í útlöndum þannig að við hér heima eigum að anda léttar. En er þetta svona ?
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.