18.2.2007 | 22:09
Umhverfisflokkar B og D ?
Síðustu daga hafa verið hreint skemmtiatriði í pólitíkinni. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn keppast um hver um annan þveran í umhverfismálum. Um síðustu helgi reyndi frambjóðandi Framsókarflokksins að sannfæra landsmenn um frábæra umhverfisstefnu flokksins og taldi það með stórverkum í umhverfismálum að Kárahnjúkaverkjun var reist. Mikil er trú þín Bjarni.
Fyrir viku var þetta fullyrðing fulltrúa stjórnarflokkanna í Silfrinu og í dag kynnti Egill Guðlaug Þór Sjálfstæðismann í Reykjavík suður sem helsta fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum. Ég ætla ekki að orðlengja um málflutning frambjóðandans í þættinum en undarleg var sýn hans á umhverfismál og virkjanastefnu. Mér finnst að málflutningur stjórnarliða hafi verið sérkennilegur eftir að umræðan um hægri græna hófst fyrir nokkrum vikum. Og hvers vegna skyldi sú umræða hafa farið af stað ? Það skyldi þó ekki vera að sumum hægri mönnum hafi blöskrað stefnuleysi stjórnarflokkana í umhverfismálum. Skilningsleysi þessara flokka á þessu málefni er sláandi og sársaukafull fyrir þá sem unna landinu. Hámarki náði skilningsleysið síðastliðið sumar þegar stjórnvöld og Landsvirkjun siguðu lögreglu ítrekað á fólk sem vildi mótmæla skemmdarverkunum. En nú hefur brugðið svo við að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur predika umhverfismál af miklum móð svo eftir er tekið. Sú umfjöllun og málflutningur er þó með þeim hætti að augljóst er að þeir eru lítt eða ekki undirbúnir. Það skyldi þó ekki vera skelfingin við hægri græna sem fær stjórmálamenn þessar flokka að nenna að tala um þennan málflokk sem þeim hefur verið lítt að skapi undanfarin ár.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Jón.
Ég get ekki skilið hjá þér rök þín varandi hvalveiðar og skilnig þinn á umhverfismálum þér væri nær að kynna þér málið fyrst og síðan að fjalla málefnalega um þessi mál ef þú vilt láta taka mark á þér.
Guðlaugur Þór tók sína viðmælendur í nefið í Silfri Egils í dag þeir voru orðlausir og gátu ekki svarað fyrir sig nema með sömu leiðinlegu frösum sem þú notar æði oft.
Eitt get ég sagt þér Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig mjög vel í landmálunum og borgarmálum enda er fólkið mjög sátt við flokkinn.enda enginn furða á sama tíma og Samfylkinginn er á niðurleið og engin tekur mark á.
Með bestu kveðju til þín.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.