28.10.2012 | 15:26
Höskuldur á ekki möguleika.
Kosið verður á framboðslista Framsóknarflokksins á tvöföldu kjördæmisþingi í Norðausturskjördæmi. Þetta var ákveðið nú fyrir stundu í starfsnefnd kjördæmisþings flokksins sem kom saman í Mývatnssveit.
_______________
Það hafa allir löngu gert sér grein fyrir að formaður Framsóknar er að flýja örlög Jóns Sigurðssonar í Reykjavík enda yfirgnæfandi líkur á að flokkurinn fái engan þingmann í Reykjavík.
Það er líka löngu orðið ljóst SDG að formaður flokksins var með baklandið í NA kjördæmi tryggt. Akureyrarframsókn er að mestu einangruð og mun ekki hafa styrk til að tryggja Höskuldi fyrsta sætið. Niðurstaða á tvöföldu kjördæmisþingi gæti orðið að honum yrði alveg fórnað.
Þeir félagar eru allt of líkir þingmenn, mistækir og frekar latir að eðlisfari þannig að mér kæmi ekki á óvart að flokkurinn reyndi að dubba skelegga, dugandi konu í annað sætið og þar með færi Höskuldur af þingi. Það hefur ekki verið neitt sérlega kært með þessum tveimur og einsýnt að SDG leiddist ekki brotthvarf Höskuldar.
En sjáum hvað setur, samt er það dagljóst að Framsókn á í vanda í þessu kjördæmi.
Tvöfalt kjördæmisþing hjá Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega sammála þér með flest þetta. Höskuldur málar sig út í horn og Akureyringar átt sig ekki á hvað vægi þeirra er lítið á Akureyri. Þeir telja sig hafa mikið vægi vegna fjölda Akureyringa. En ef skoðuð er könnun á fylgi bæjarmálaflokkanna, þá eru þeir jafnvel að tapa af því litla fylgi sem þeir hafa þar. Þeir gerðu könnun á fylgi þessarra tveggja manna á Akureyrarsvæðinu og rangtúlka svo niðurstöðurnar. Þar sem könnunin er gerð áháð flokkum ætti það að segja að Höskuldarmenn eigi 10,5% af niðurstöðunum sem þeir eigna sér en ekki hráa niðurstöðu. Höskuldur hefur bara ekki nógu góða ráðgjafa.
Hins vegar, hvað varðar SDG og brotthvarf hans úr Reykjavík, þá ertu að misskilja eitthvað. Það var aldrei nema bráðabirgðalausn að hann fór þangað síðast, þrátt fyrir mikinn þrýsting af landsbyggðinni að bjóða sig fram þar. En nú er Reykjavík í góðu lagi og enginn ástæða til að bíða lengur. Formaður hvaða flokks sem er, þarf að vera á öruggum stað því á því veltur flokkurinn. Hann á að hafa svigrúm til að skipuleggja starfið og halda utan um hlutina en ekki að eyða öllu sínu púðri í að passa sætið sitt eins og aðrir þingmenn. Þannig er þetta í öllum flokkum. Af hverju heldur fólk að þetta ætti að vera með öðrum í framsóknarflokknum en öðrum flokkum?
Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 15:52
Gungur og heyglar er það sem einkennir stjórnmálin í dag.
Nú er allt gert til þess að ná kjöri og skiptir engvu máli hvaðan af
landinu menn koma. Ef kjördæmið fyrir norðan er svo gott að
tryggja menn þingsetu, þá er orðið nokku ljóst og það fyrir löngu,
að jafna þarf atkvæði í kosningum til að koma í veg fyrir svona rugl.
Maður í forystu flokks, ætti ekki að hafa áhyggjur hvar hann býður
sig framm, nema að því undanskyldu, að hann viti að hann komist ekki á þing.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 17:08
Blessaður, Jón Ingi!
Las þessi skrif þín.
Ég vil biðja þig að rökstyðja þau ummæli þín um þingmann okkar, Höskuld Þór Þórhallsson, sem þú spyrðir saman við Sigmund Davíð og segir " frekar latir að eðlisfari".
Nú bið ég þig að færa fyrir þessu óyggjandi rök hér á þessari síðu og það samstundis, ella verður þú minni maður af.
Þú og Höskuldur Þór voru báðir nenemdur mínir og man ég ykkur báða vel.
Hlakka til að lesa heiðrað svar þitt.
Bestu kveðjur,
Bernharð Haraldsson, fyrrv. skólameistari
PS Nú vil ég, að þú vitir, að ég er betri í sögu skólaþróunar á Akureyri, en innviðum framsóknarflokkssins.
Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 18:22
Ekkert mál Bernharð en þetta eru nú engin tíðindi fyrir þá sem vita hvernig þessi tveir hafa starfað á þessu kjörtímabili og áður. Ég skal með ánægju útskýra þetta nánar fyrir þér við tækifæri en reyndar gætir þú fengið upplýsingar um hvað ég meina mjög víða.
Jón Ingi Cæsarsson, 28.10.2012 kl. 19:21
Ég reyndar var aldrei nemandi þinn ... því miður kannski.
Jón Ingi Cæsarsson, 28.10.2012 kl. 19:22
Eg skil ekki afhverju austfirðingar og þingeyingar ættu endilega að vilja Simma frekar en Höskuld. Eg hef varla hitt nokkurn amennan austfirðing sem hefur álit á Simma nema kannski 2 genetíska framsóknarmenn sem taka alltaf orðum og vilja formanns umrædds flokks sem lögum og náttúrulögmálum. þetta á eftir að skaða flokkinn í kjördæminu sama hvernig fer - sem er bara hið besta mál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2012 kl. 20:16
Þetta með að þessir tveir alþingismenn séu latir viltu vera svolítið nákvæmari ?
Ekki veit ég neinn sem þiggur laun sem alþingismaður sem er latur að moka undir eigið rassgat !
JR (IP-tala skráð) 28.10.2012 kl. 21:29
Blessaður, Jón Ingi!
Mikið vildi ég geta þakkað þér fyrir greinargott svar, en það sem þú skrifar kemur þessu máli lítt eða ekki við, enda hljómar það eins og útburðarvæl.
Þú segist ekki hafa verið nemandi minn, má vera, ekki hef ég kannað það til hlítar, enda voru nemendur, sem ég bar ábyrgð á um 9000 á 35 ára ferli. Hins vegar hefði ég gefið falleinkunn fyrir svar þitt.
Svaraðu mér nú eins ég bað um.
Kveðja
bernharð Haraldsson
Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 13:46
Mikið væri allt auðveldara án Framsóknarflokksins. Þeir hafa átt mikinn þátt í að flækja tiltölulega einföld mál og gera að einhverjum óleysanlegum gordíonshnút. Tvöfalt kjördæmisþing? Er ekki nóg að menn drekki sig fulla og þá ætti að vera nóg að hafa eitt?
Framsóknarmenn eru þjóðfrægir fyrir að reynast þjóðinni dýrir í rekstri. Já meira að segja rándýr-ir.
Góðar stundir en helst án framsóknarmanna!
Guðjón Sigþór Jensson, 1.11.2012 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.