18.2.2007 | 10:53
Hvalurinn uppétinn ?
Hvað líður sölu og áti hvalkjötsins frá í haust. Þegar Kristján Loftsson og sjávarútvegsráðherra lögðu af stað í hvalakrossferð sína í haust var allt vitlaust. Mikil umræða spannst og þeim félögum tókst í sameiningu að eyðileggja gríðarlega fyrir ferðaþjónustu og markaðssetningu landsins á alþjóðavísu. Rök þeirra voru þjóðerninshyggja og svo að kaupendur biðu í röðum að fá hvalkjötið. Íslandingar hafa ekki borðað kjöt af langreyði í neinum mæli. Ekki vorum það við sem biðum en líklega áttu þeir félagar við japani eða einhverja óskilgreinda sem ég veit ekki um.
Svo hættu hvalveiðarnar, í bili, af því það var orðið dimmt, veður að versna og svo þurftu þeir sem unnu við þetta að fara í vinnuna. Þetta voru sem sagt frístundaveiðar sjávarútvegsráðherra á hálfraraldar gömlum bátum með með menn í orlofi að störfum. En burtséð frá þeirri vitleysu allri saman þurfum við upplýsingar. Sennilega byrja þeir orlofsveiðimenn að kvaka þegar líður að vori og vilja senda bátinn..bátana af stað. Þá viljum við vita..íslendingar..hverjir keyptu kjötið, hvar er það geymt, hvað kostar að geyma það og hvað er búið að panta mikið af veiði næsta sumars. Þessar upplýsingar verðum við svo að meta á móti þess sem tapast í ferðaþjónustu og áliti, vega það og meta og taka ákvörðun. Þó forstjóri Hvals hf hafi stjórn á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins verður þjóðin að hafa vit fyrir þeim og koma í veg fyrir þessa fásinnu.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óttalegt mjálm finnst mér nú þetta. Er ekki best að bíða út næsta ár til að komast að því hvort þetta skaði ferðaþjónustuna. Það eru engin teikn á lofti um það enn. Þetta er nú svolítið talandi fyrir málefnaþurrð hjá ykkur samfylkingarmönnum. En endilega haldið þessu á lofti sem mest, þá er kannski von til að þetta skaði ferðaiðnaðinn. Nú hefur enginn áhuga á þessu. Ég bendi annars á slátrun saklausra borgara í Írak og víðar af hendi bandamanna vorra með okkar fulltyngi, sem verðugt málefni til að tala um. Við erum enn á lista hinna viljugu.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2007 kl. 11:02
Þetta hefst aftur í vor og þá mun skaðinn verða meiri. Dæmigert viðbragð fyrir okkur Íslendinga..við lifum helst í núinu og tölum um fátt og stutt í einu. Nú er tími til að koma í veg fyrir skaða sem verður er byrjað verður aftur í vor. Listi hinna viljugu er allt annað mál og þarf að leysa sérstaklega á tengsla við hvalveiðar held ég.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.