18.2.2007 | 00:54
Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn ?
Ég hef stundum velt því fyrir mér fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur í Íslensku samfélagi. Flokkurinn hefur verið með 40 % fylgi svo lengi sem elstu menn muna þó svo merki þessu séu að draga sé úr þessu. Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að vera hægri flokkur með frumkvæði einstaklingsins að leiðarljósi. Allt ríkistengt er eitur í þeirra beinum og sem flest á að vera í einkaeign og einkarekið.
En er þetta svona í reynd ? Ég man ekki að fræðimenn hafi tekið flokkinn út með þetta sem rannsóknarefni. Þegar við leikmenn veltum þessu fyrir okkur blasa við ýmsar sérkennilegar staðreyndir. Ríkisbáknið stækkar og bólgnar jafnt undir stjórn Sjálfstæðisflokksins (sem reyndar hefur verið í ríkisstjórnum lengst af ) sem annarra flokka. Frjálshyggjupostular og helstu frjálshyggjutrúboðar flokksins raða sér á ríkisjötuna með mikilli græðgi. Dæmi: Hannes Hólmsteinn hægri maður af guðsnáð er möppudýr á ríkisjötunni og ætlar sér ekki þaðan. Stjórnmálamenn flokksins verðlauna sig með vel launuðum ríkisstarfsmannastöðum þegar þeir hætta. Dæmi: Fyrrverandi formaður flokksins er Seðlabankastjóri og fyrrverandi varaformaður er forstjóri Landsvirkjunar..dæmigerð bitlingapólitik þar sem menn raða sér á ríkisjötuna.
Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki hægri flokkur. Hann er bittlinga og fyrirgreiðsluflokkur. Hann er flokkur sem hefur tekið að sér að standa vörð um þá ríku og tryggja það að þeir eigi aðgang að verðmætum þjóðarinnar umfram hinn venjulega Jón. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur hins stóra feita séra Jóns. Sennilega er Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst íhaldsflokkur sem passar sína. Verst er að honum hefur tekist að viðhalda blekkingunni allt of lengi. Þetta er flokkurinn sem fór í stríð í Írak af því stóribróðir sagði honum það. Þetta er flokkurinn sem vill ekki tengjast Evrópu. þetta er flokkurinn sem gaf vinum sínum ríkisbankana svo þeir gætu grætt milljarða á kostnað hins óbreytta Jóns. Er ekki kominn tími til að þessu flokkur fari í raunstærð fyrir þau málefni sem hann stendur...á ég að stinga upp á 10 prósentum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo eru ótaldir þeir á jötunni af hinum arminum, Ólafur Ragnar, Svavar Gestsson og allir kommarnir sem kenna við háskólann...Svo getum við tekið fyrir samfylkinguna þegar hún verður nógu gömul til að spillast eða stór, sem er ólíklegt. Nú og hvað með ást Ingibjargar á sköpunarverki frjálshyggjunnar Baugi burðarás??
Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2007 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.