24.9.2012 | 10:44
Öfgaöfl og afturhald að ná yfirhöndinni ?
Í störfum mínum að stjórnmálum hef ég leitast við að vera rökvís og hafa hógværð, réttlæti og sanngirni að leiðarljósi. Það eru þau gildi sem treysta farsæld og reynast manni best þegar upp er staðið.
Segir Siv.
______________________
Það er rétt og nú hafa tveir þingmenn flokksins sem þekkir eru af hógværð og málefnalegri þátttöku í stjórnmálum lýst yfir að þeir séu hættir í stjórnmálum.
Áður hafði þingmaður, Guðmundur Steingrímsson, sömu gerðar hrökklast úr flokknum.
Í stað hans fékk Framsókn öfgamanninn Ásmund Einar Daðason.
Framsóknarflokkurinn er orðinn allt annar en hann var. Öfgamálflutniningur og afturhald hafa einkennt þann málflutning flokksins sem kjósendur hafa fengið að sjá og hefur verið ráðandi síðustu misseri..
Undantekningin og eini þingmaður flokksins sem eftir er á vettvangi til framtiðar er Eygló Harðardóttir sem vandséð er hvaða samleið hún á með þessum þingmannahópi. Ef til mætti telja Höskuld Þórhallsson frá Akureyri svipaðrar gerðar en hann hefur samt ekki gert sig eins gildandi í umræðunni eins og Eygló.
Hverju Framsókn stillir upp til kosninga 2013 er óljóst en ef þau öfl sem hafa verið að taka yfir verður Framsóknarflokkurinn öfgafullur, hægrisinnaður úrtöluflokkur.
En nú er að sjá hvort hófsömu öflin ráða við þessa bylgju, það kannski ræðst dálítið hér í NA kjördæmið þar sem hinn hægrisinnaði og kokhrausti formaður ætlar að leggja einn hógværasta þingmanninn, Höskuld Þórhallsson.
Siv hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhanna á eftir að staðfesta að hún verði áfram formaður SF - gerir það væntanlega á afmælisdaginn sinn 4.okt - hvort það sé gott fyrir flokkinn eða ekki skal ég ekkert segja til um.
Samkv. Jóhönnu þá vill hún ekki starfa með neinum flokki sem vill að þjóðin komi að því hvort haldið sé áfram með esb - umsókina þannig að Framsókn kemur þá væntanlega ekki til greyna sem samstarfsfókkur fyrir SF.
Það er alltaf spuring hvað menn telja öfga - eflaust eru einhverjir Jón Ingi sem telja þig öfgmanna.
Óðinn Þórisson, 24.9.2012 kl. 10:51
Þetta er hið besta mál. Góður áfangi á leiðinni til að þurrka Framsókn út af þingi.
Trausti (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 10:54
Já er það Óðinn... fín samböndin þín Já er það Óðinn... ætli þú fáir mikinn stuðingi við að kalla mig öfgamann þeirra sem þekkja mig eitthvað, reikna nú ekki með því...
Jón Ingi Cæsarsson, 24.9.2012 kl. 11:45
Vil minna á að Fréttablaðið er í eigu eins auðmanns sem styður Samfylkinguna. (Svipað og Berlusconi á Ítalíu) Þetta blað hefur ráðandi stöðu hér á fjölmiðlamarkaðinum og notar hana til að heilaþvo fólk. Þeir sem ráðast (örlítil alhæfing) á andstæðinga ríkisstjórnarinnar hafa verið heilaþvegnir.
Jörundur Þórðarson, 24.9.2012 kl. 12:19
Jörundur...þetta bull er löngu afsannað og tóm tjara..trúi ekki að þú vitir það ekki Hvaða auðmaður er það...veistu um einhvern ??
Jón Ingi Cæsarsson, 24.9.2012 kl. 12:47
er hún ekki bara ein af þessum konu sem fengu sæti á þingi bara því þær eru konur, og hefur ekkert haft málefnalegt til málana að leggja þau ár sem hún hefur fengið laun frá þjóðinni.
svo er það dapurt, að það er búið að innleiða svokallaða flettiaðferð við listaval, ég hefði haldið að það ætti að veljast hæfasta fólkið á þing , og það skipti alls engu hvaða kyn það væri. ég sé ekki að þessi jafnréttismál hafi bætt eitt eða neitt. frekar ýtt undir að vanhæfir einstaklingar komist á þing, sem hafa ekkert þangað að gera.
GunniS, 24.9.2012 kl. 14:06
Sammála þér GunniS, svo eru þetta eiginlega hálfgerðir krakkar sem eru að setjast þarna inn, eru ekki komin með nokkra reynslu á lífinu, hvað þá stjórnmálaþrasinu. Setja lágmarksaldurtakmark á þingmenn.
Hjörtur Herbertsson, 24.9.2012 kl. 14:40
Þetta er því miður að miklu leyti rétt hjá þér Jón, hófsamir Framsóknarþingmenn eru greinilega ekki vinsælir hjá forystu flokksins... vona samt að Höskuldi og Eygló gangi vel í komandi slag!
Skúli (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 03:07
Jón Ingi. Það vita allir hver á 365 miðla. Einn eigandi. Það er líka vitað hvað ekki má birtast í Fréttablaðinu. Um daginn var minnst á gjaldþrot og afskriftir hjá fyrirtæki eigandans upp á 20 milljarða. http://www.vb.is/leit/?q=101%20Capital&sid=1
Síðan er ítrekað skrifað og reynt að ófrægja þá sem eru á móti ESB. Ég minni á að 365 skulda Landsbanka 7,5 milljarða. Engar efnislegar eignir eru til. Allar fasteignir eru í fasteignafélögum. Óefnislegar eignir eru til í formi viðskiptavildar. Þó má segja 365 til hróss að þeir veita mörgum atvinnu og reksturinn virðist standa undir sér.
Jörundur Þórðarson, 25.9.2012 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.