Hófsamur varaformaður yfirgefur öfgaformann.

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir þetta kjörtímabil af persónulegum ástæðum og muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sækist nú eftir efsta sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi.
_____________________

Kemur kannski ekki á óvart þegar allt er skoðað. Það er örugglega flókið og erfitt fyrir hófsaman og dálítið gamaldags framsóknarmann að vera vera varaformaður formanns sem hefur farið offari í öfgamálflutningi og hefur átt hvern afleikinn á fætur öðrum.

Skil Birki vel að hann hætti af persónulegum ástæðum.

En að SDG skuli síðan ákveða að bjóða sig fram í NA kjördæmi er við fyrstu sýn undarlegt og ekki vel fallið til samstöðu á þeim slóðum.

Ég geri ráð fyrir að allir viti samt sem áður hvað SDG gengur til. Hann ætlar ekki að lenda í því sama og fyrrum formaður flokksins að falla í Reykjavík og hverfa af þingi. Þess vegna velur hann sér kjördæmi sem hann ætti að eiga nokkuð öruggt þingsæti, það er ef honum tekst að vinna þá sem fyrir eru í prófkjöri sem er alls ekki víst. Ekki stórmannlegt en skiljanlegt þegar maður hugsar um eigin hag en ekki flokksins.

Líklega treystir hann á frændgarð sinn fyrir austan, en þó ég viti það ekki þá finnst mér afar ólíklegt að hann eigi nokkra innkomu hjá Framsóknarmönnum á Akureyri.  

Kannski er þetta ekki eins öruggt og hann heldur.


mbl.is Birkir Jón hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú skelfur kratinn.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2012 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband