Tilvistarkreppa Sjálfstæðisflokksins.

„Staðan á stjórnarheimilinu versnar jafnt og þétt, engu að síður aukast vinsældir hennar [ríkisstjórnarinnar] í könnunum, nú styðja hana 34%,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á heimasíðu sinni um nýjasta þjóðarpúls Capacents Gallup um fylgi flokkanna. Hann bætir því við að í sömu könnun komi fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins dragist saman.

__________________

Alltaf er Björn Bjarnason glámskyggn þegar kemur að því að greina pólitíska stöðu. Viðmið hans eru alltaf Valhallarkúrs og getur ekki metið mál eins og þau eru, henti það ekki pólítískri umræðu hans og Sjálfstæðisflokksins.

Langar aðeins að hjálpa honum.

Staðan á stjórnarheimilinu versnar ekki jafnt og þétt, það er bara í umræðu stjórnarandstöðunnar og stuðningsmanna hennar.

Staðan á stjórnarheimilinu batnar jafnt og þétt og það kemur fram í fylgisaukningu ríkisstjórarinnar fjórða mánuðinn í röð.

Árangur stjórnarinnar er að birtast og allir, eða næstum allir, (ekki BB og BB ) sjá að landið er að rísa.

Atvinnuleysi dregst saman, gjaldmiðillinn styrkist, stórframkvæmdir að fara af stað, samningar í gangi um enn fleiri, bjartsýni eykst og svona mætti lengi telja.

Staða Sjálfstæðisflokksins er dálítið eins og staðan var 2006-7, dálítill sýndarveruleiki. 36% í könnun, 60% þátttaka, 14% svara ekki og næstum jafn margir ætla ekki að kjósa, ljóst að skekkjumörkin eru stór og örugglega ekki Sjálfstæðisflokknum í stjórnarandstöðu í hag.

Ég giska á í ljósi reynslunnar að Sjálfstæðisflokkurinn liggi núna í rúmum 30% og framundan kosningabarátta þar sem rifjaður verður upp árangur ríkisstjórnarinnar og staðreyndir úr fortíð Sjálfstæðisflokksins sem hefur sannarlega ekki gert upp hrunið og aðkomu sína að því.

Það skín í gegn að Sjálfstæðismenn hafa áhyggjur. Veikur formaður með vafasama fortíð, sótt að honum innan flokks af frjálslyndari og opnari Sjálfstæðismönnum og öðrum sem ekki tilheyra ættarveldinu sem enn er undir hæl Davíðs Oddssonar. Hanna Birna er ógn við veikan formann. Hreinsun Ragnheiðar Elínar er glöggt merki um að Bjarni er að hreinsa út andstæðinga úr nánasta hópi samstarfsmanna.

Það eru því blikur á lofti og það skynja reyndari Sjálfstæðismenn, þó svo fæstir þeirra viðurkenni það opinberlega.

Þó hafa Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson reifað þessar áhyggjur og það vekur athygli.

Það verður fróðlegt að fylgjast með Sjálfstæðisflokknum næstu mánuði, þar kraumar valdabarátta og mikil fýla undir niðri þó svo flestir þeirra reyni að halda " coolinu " út á við.


mbl.is Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki ná vopnum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kannski að tilvistarkreppa $jálfstæðisflokksins endi í að þessi furðulega flokksmynd teljist sögunni til.

Árið var 1929. Þá sameinuðust í einum stjórnmálaflokki Íhaldsflokkur Jóns Þorkelssonar við einhvern enn furðulegri Borgaraflokk. Síðan hafa „furðulegheitin“ magnast með hverju árinu sem líður.

Nú, meira en 80 árum síðar er þessi „furðuflokkur“ eins og dularfull vofa sem gengur laus um allt Ísland. Vonandi átta sig sem flestir Íslendingar að betra sé að treysta guði en einhverjum draugum fortíðarinnar!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2012 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband