Dekrar við ameríska íhalds og afturhaldsmenn.

Ragnheiður var nýlega kjörin í stefnumótunarráð Sambands evrópskra íhalds- og umbótasinna, AECR. Eftir því sem DV kemst næst er Ragnheiður Elín gestur á ráðstefnunni í umboði sambandsins en þátttaka í starfi samtakanna er hluti af alþjóðastarfi Sjálfstæðisflokksins. Ráðið hittist tvisvar á ári og fer með stefnumótun sambandsins. „AECR beitir sér fyrir róttækum umbótum á Evrópusambandinu.

(DV)

Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið þá stefnu að vinna gegn samvinnu við Evrópuþjóðir og horfa þess í stað vestur til Bandaríkjanna með samvinnu og nánara sambands.

Allir vissu um löngun sjálfstæðismanna í gamla daga að Ísland yrði 51 stjarnan í Bandríkjafána.

Kannski eru þeir dagar að renna upp á ný og nokkuð afgerandi yfirlýsing að fulltrúi þeirra sé mættur á hina kristilegu og afturhaldssömu samkomu Repúblikanaflokksins.


mbl.is Ragnheiður Elín: Steingrímur, skipulagið og blærinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Aðild að NAFTA hefur ekki verið athuguð nægjanlega sem mótvægi gegn ESB.

Nú þegar niðursveifla er innan ESB er hætta á að markaðir fyrir útfluntning okkar verði erfiðari og/eða hreinlega lokist. Er því ekki vitlaust að snúa sér in "hina áttina" fremur en að reyna að ganga í ESB sem er að fara í gegnum gangerar breytingar sem valda því að stjórnarskráin íslenska leyfir ekki aðlögun þar að. Á ég þá við umsjón og endurskoðun ríkisreikninga milli landa sem Þjóðverjar hafa nánast sett sem skilyrði fyrir áframhaldandi eftirgjöf skulda PIIGS innan ESB.

Að því sögðu er máski fremur að beita sér að orðum Svikgríms sem virðist ætla að lesa ærlega yfir "villiköttunum" í flokki sínum sem nú fer í stórum stökkum frá lýðræði í átt til einræðis. Þeir virðast hafnir yfir lög og reglur, hvort sem er sínar innri eða lög lansins. Hann virðist hafa gleymt því hvers vegna VG var stofnað, þ.e.a.s. að berjast GEGN innlimun/aðlögun að Evrópubákninu.

Það er síðan annað mál hvort að VG sé eins og Samfylkinging/Þjóðvaki í raun stofnaður til að vissir þingmenn myndu ekki þurfa að fara að vinna fyrir sér á almennum markaði heldur gætu áfram verið á spena sínum á vernduðum vinnustað.

Óskar Guðmundsson, 31.8.2012 kl. 10:45

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Að vinna gegn samvinnu er ekki það rétta Jón Ingi, samvinna er allt annað en einræði og kúgun og það er frekar að unnið sé gegn þessari kúgun og þessu einræði sem er grafa undan öllum stoðum samfélagsins hér á Íslandi vegna þess að það henntar betur stjórn ESB og það virðist vera eina vopnið sem Samfylkingin á pokahorni sínu og hefur beitt óspart....

Óskar G. Samfylkingin er samansafn af fólki úr mörgum flokkum sem allir hafa átt það sameiginlegt að tapa og hverfa úr sögunni, fólki sem kann ekki aðrar aðferðir en lygar og hótanir á hótanir ofan til að ná sínu fram... 

Með sömu aðferðarfræði áfram þá er ekkert ólíklegt að flokkurinn þurrkist burt eftir næstu kosningar sem eru alveg að fara að koma...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.8.2012 kl. 10:58

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óskar.. þessi umræða þín um ESB ber vitni fordómum og þekkingarleysi. Ég ætla að bíða eftir lokum alildarviðræðna og taka afstöðu með hagsmuni þjóðarinnar, minna og barnanna minna en ekki dæma kjánalega fyrirfram samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum.

Ingibjörg...fordómar þínir eru líka augljósir og það er ekki Samfylkingin sem leiðir þessar viðræður heldur fagmenn og það eru ekki Samfylkingin sem ákveður niðrstöðu heldur þjóðin í þjóðaratkvæði. Eigilega ískyggilegt hvað þú hefur skakka mynd á staðreyndum.

Annars er það umhugsunarefni að Sjálfstæðisflokkurinn dekri við rammasta íhald og ofstækismenn í últra hægri flokki í Bandaríkjunum.

Annars minnir þingflokksformaðurinn mig mikið á  Söru Palin... eiginlega sláandi líkur málflutningur þegar grannt er skoðað.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.8.2012 kl. 11:20

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

átti að vera...ekki fyrirliggjandi upplýsingum Óskar   ..

Jón Ingi Cæsarsson, 31.8.2012 kl. 11:20

5 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

     Jón Ingi það er alveg sama hvað kemur út úr aðildarviðræðum við esb þið samfylkingarfólk munuð alltaf segja já við aðild enda ekki gott að breita um trúarbrögð svona 1 2 og 3.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 31.8.2012 kl. 11:45

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Marteinn...þú staðfestir enn eina mítuna í þessari umræðu. Það samþykkir enginn aðild nema samningur sé með þeim hætti að það sé hægt... ótrúlega rugluð umræða, full af rugli og röngum fullyrðingum og þú staðfestir einn hluta hennar.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.8.2012 kl. 13:04

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það verður að kalla fram skýran vilja þjóðarinnar að vilja halda áfram aðlögun að esb.

Ef þú sækir um aðild að esb þá færð þú esb.

Óðinn Þórisson, 31.8.2012 kl. 16:32

8 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Jón Ingi segðu mér eitt !!! Afhverju má ekki kjósa um það núna hvort halda eigi þessari aðlögun áfram eða ekki?????Við vitum hvað er í boði og það er ESB og ekkert annað svo ég sé ekki hvað stendur í vegi fyrir því að við kjósum um þessa aðlögun strax.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 31.8.2012 kl. 23:04

9 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Jón.

Skoðun mín er ekki byggð á fáfræði þó að þér líki hún ekki.

Óskar Guðmundsson, 1.9.2012 kl. 00:33

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Örlítil leiðrétting:

„Allir vissu um löngun sjálfstæðismanna í gamla daga að Ísland yrði 51 stjarnan í Bandríkjafána“.

Það voru ekki einungis ýmsir íhaldsmenn sem vildu tengjast USA sem nánast heldur ýmsir braskarar í Framsóknarflokknum sem smám saman tengdust hermanginu. Sennilega var það Jónas frá Hriflu sem vildi ganga einna lengst í að ameríkaníséra Ísland. Má lesa greinar eftir JJ í prívatt ímariti hans Ófeigi sem hann gaf út eftir að andstæðingar hans komu honum frá Tímanum (Þórarinn Þórarinsson „Tíma-Tóti“, Eysteinn Jónsson og fl.).

Varðandi stjörnuna þá var í bandaríska fánanum 48 stjörnur fram yfir miðja öldina. Þá bættust Hawai og annað ríki við, mig minnir 1948 eða 1958. Þannig að sennilega má kannski segja að málið  hafi snúist um annað númer en það er aukaatriði.

Við skulum minnast þess að núverandi formaður Framsóknarflokksins tengist hermanginu mjög rækilega.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 3.9.2012 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband