Að segja NEI án þessa að vita er...........

Meðal þeirra spurninga sem við þurfum að svara í því samhengi er hvort aðild að Evrópusambandinu þjóni því markmiði eða ekki. Mitt svar við þeirri spurningu er NEI, en ég vil eigi að síður spyrja þjóðina sömu spurningar,“ sagði Katrín.

____________

Ætlar að segja NEI við hinu óþekkta. Slíkt lýsir heimóttarskap og skammsýni.

Ég mun skilja þá sem segja NEI þegar samningur liggur fyrir og þeir vita hverju þeir eru að neita.

Að segja nei án þess að hafa um það grænan grun hvað það þýðir er fáfræði og skammsýni.

Ég ætla að segja það sem við á þegar þar að kemur og ég hef velt því fyrir mér hvað það þýðir fyrir börnin mín og barnabörn að segja já eða nei við fullbúnum samingi í þjóðaratkvæði.


mbl.is „Mitt svar er NEI“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú ert úti á túni að tjalda eins og vanalega. Það er ekkert óljóst varðandi ESB. Það er um ekkert að semja við ESB. Við eigum að taka upp þeirra reglur - við erum að ganga í ESB  og ESB er ekki að ganga í okkur. ESB segir sjálft að þegar talað sé um "samningaviðræður" sé það blekkjandi. Við fáum engar varanlegar undanþágur þó ESB sinnar virðist trúa því þrátt fyrir að Össur hafi verið leiðréttur erlendis.

Helgi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 22:42

2 identicon

Gá að hverju? Hvað reikningurinn verður hár? Formaðurinn þinn er búinn að segja að við verðum nettó greiðendur, (sbr. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/11/23/island_verdi_nettogreidandi/) svo sá sem vill halda áfram til þess eins að sjá hvað hann þarf þá að borga mikið þarf að fara í smá naflaskoðun!

Ófeigur Ófeigsson (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 23:00

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Ingi getur það verið að þú hafir ekki hugmynd um hvað það þýðir að ganga í ESB.........

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.8.2012 kl. 01:16

4 identicon

Jón, lestu einhverntíman yfir það sem þú skrifar?

Í einhverri færslu hér að neðan talaru um hvað krónan sé ónýtur gjaldmiðill. Er evru-hróið ekki álíka ónýtt?

Þar að auki er ekkert til þess að „semja um“ því Evrópusambandið er nú þegar búið að ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera og við verðum bara að lúffa því.

Haraldur Helgi (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 06:48

5 Smámynd: Stefán Þorleifsson

Máske er ESB samningurinn (þó svo við tökum upp þeirra reglur) hagstæðari fyrir alþýðufólk þessarar eyju heldur en það bull sem hefur viðgengist síðustu 20 ár. Ég tel það skynsamlegt að anda rólega Helgi, Ófeigur, Ingibjörg, Haraldur Helgi! Ég sé ekkert að því að "lúffa" ef það þýðir máske betra líf fyrir mín börn. Og munið að lífið er ekki svart/hvítt.

Stefán Þorleifsson, 25.8.2012 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband