Hvaða fylgi - hvaða tap ?

Lilja Mósesdóttir gefur ekki kost á sér í embætti formanns Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, á landsfundi flokksins sem haldinn verður í byrjun október. Þannig segist hún axla ábyrgð á fylgistapi flokksins undanfarna mánuði. Fram að kosningum segist hún munu einbeita sér að störfum sínum á þingi.

_______________

Axla ábyrgð á fylgistapi ? Ég veit ekki til þess að Samstaða hafi nokkru sinni tekið þátt í kosningum  og þar af leiðandi getur flokkurinn ekki vísað í neitt fylgi. Undarleg nálgun og líkist frekar flótta en axla ábyrgð á einhverju sem ekkert var.

Reyndar kom fram í einni skoðanakönnun að þessi flokkur væri að mælast með eitthvað en allir sem eru í stjórnmálum vita að tölur úr skoðanakönnunum eru markleysa og ekkert til að byggja á.

Virkar á mig sem hrein uppgjöf.


mbl.is Lilja gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Samstaða markar sér skýra afsöðum móti því að Landsbyggðin verði svipt sjálfræði og þar með drepin niður, eins og mælt er fyrir í tillögum stjórnlagaráðs og Samfylkingin og VG styðja, er engin spurning að Samstaða fær góðan hljómgrunn bæði á höfuðborgarsvæðinu og Landsbyggðinni. í stjórn Samstöðu er mjög frambærilegt formannsefni sem búsett er á Akureyri.Það er von að Samfylkingin skjálfi.

Sigurgeir Jónsson, 23.8.2012 kl. 10:04

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir.. ótti við Samstöðu er enginn, flokkur búinn til í kringum óánægðan þingmann nær aldrei flugi. Einstaka hafa náð því síðustu áratugi að lenda augnablik og hafa enst eitt kjörtímabil með fáeina þingmenn. Innistæða fyrir Samstöðu og óánægjuútgerð þeirra er engin enda komin í 2% í skoðanakönnunum.   Það þarf meira til í stjórnmálum en svona gigg.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.8.2012 kl. 10:45

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samstaða í Póllandi var ekki stór þegar hún fór af stað, hún var starfsfólk í einni skipasmíðastöð.Stjórnlagaráð var fyrst og fremst sett upp til höfuðs Landsbyggðinni, enda allir fulltrúar  af höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan tvo, þar af annað gamalmenni.Engin af núverandi þingmönnum í Landsbyggðakjördæmunum hefur líst sig andsnúinn því að tillögur stjórnlagaráðs um jafnan atkvæðisrétt nái fram að ganga.Engin spurning er að Samstaða fær þingmenn bæði á höfuðborgarsvæðinu og Landsbyggðinni ef hún hafnar því að Ísland verði gert ai borgríki höfuðborgarsvæðisinsi með tilhryrandi fátækt. Af Austur og Norðurlandi eru yfir 50% af öllum útflutningi landsins.Fólk á að muna það.

Sigurgeir Jónsson, 23.8.2012 kl. 11:34

4 identicon

Ólíkt SamFylkingunni sem hírist öll óttaslegin undir pilfaldi Jóhönnu Sigurðardóttur.

þá mun SAMSTAÐA - Flokkur lýðræðis og velferðar ... til hagsbóta fyrir land og þjóð,

verða þau samtök sem munu lyfta hér grettistaki, með samstöðu alls hins óbreytta almennings út um allt land. 

Í þeim hópi verður Lilja Mósedóttir, sem jafningi, en ekki pislfaldakelling, sem Jóhanna. 

Lilja hefur stigið stórt skref hvað varðar að afneita þeirri persónudýrkun foringjaræðisins sem er tiltekið sem einn af hrunvöldum í rannsóknarskýrslu alþingis.  Þeirri skýrslu hefur samFylkingin algjörlega gleymt.

SamFylkingin dró aðeins Geir fyrir Landsdóm, en hvítþvoði Björgvin G., Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Mathiesen.

SamFylkingin er svo illa stödd, að rússnekt kosinn formaður hennar er Hrunráðherran Jóhanna Sigurðardóttir.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband