Hátt bylur í tómri tunnu.

Framsóknarmenn hafa ekki farið varhluta af ítrekuðum þreifingum ríkisstjórnarforystunnar sem reyndar dró lítillega úr þegar Samfylkingin ákvað að einbeita sér frekar að stofnun sérstakra aðstoðarflokka í ljósi góðrar reynslu af Hreyfingunni“, segir Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.

__________________

Framsóknarflokkurinn er rúinn trausti. Mælist ítrekað með rúmlega tugsfylgi í erfiðu umhverfi fyrir stjórnarflokkana.

Framsókn á mikið af vandamálum okkar skuldlaust og þó Ásmundur Einar viti það ekki er kjósendum það fullljóst. Ábyrgð hækjunnar á árunum frá 1995-2007 er ótvíræð.

Málefnafátækt flokksins auk ótrúlega vanhæfra þingmanna gera það augljóst flestum að Framsókn er ekki valkostur framtíðarinnar á Íslandi.

Þó eru þar innanborðs nokkir málefnalegir og framsýnir þingmenn, en því miður virðist sem sumir þeirra séu á útleið enda varla vært í þessum fortíðarpytti sem forusta Framsóknar er og engum dylst.

Sennilega eiga Framsóknarþingmenn flest kjánamálin á þessu kjörtímabil... í það minnsta miðað við höfðatölu.


mbl.is Framsókn er flokkur samvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég bíð enn eftir svari við eftirfarndi spurning:
Jón Ingi - eru ekki ósáttur við að þinn " formaður " treysti sér ekki til að mæta á Sprengisand í morgun ( 19.08.2012 ) - hafðu i huga að henni var boðið að viðtalið yrði tekið upp fyrirfram og hvar og hvenær sem er.

Óðinn Þórisson, 20.8.2012 kl. 14:15

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

?? Hlusta aldrei á Sprengisand...  Veit ekki ástæður og hef ekki heyrt af þessu. Allavegana læt ég ekki Valhallaráróður trufla mig í þessu sambandi

Jón Ingi Cæsarsson, 20.8.2012 kl. 14:34

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Lengi hefur Framsókn verið tengd spillingu og undirförlum. Núverandi formaður er endurvakningur Marðar Valgarðssonar, örlagavalds Njálssögu. Ráð hans reyndust illa.

Ef Friðrik Þór fær hugmynd að kvikmynda Njáls sögu væri Sigmundur Davíð sjálfkjörinn í hlutverk Marðar!

Ásmundur Einar er rétt að byrja að læra spillingu í Framsóknarflokknum. Kannski hann eigi eftir að koma Merði frá þegar fram líða stundir þegar lærisveinninn verður lærimeistaranum yfirsterkari.

Guðjón Sigþór Jensson, 20.8.2012 kl. 18:09

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hatursmenn Landsbyggðarinnar ráða Samfylkingunni.Kvígan Gylfi opnaði ekki svo á sér kjaftinn að hann agnúaðist ekki út í Landsbyggðina.Og þetta heldur áfram.Stjórnlagaráðið var fundið upp til þess að hatursmennirnir gætu svipt Landsbyggðina ,Akureyri þar meðtalið sjálfræði með því að "jöfnun"atkvæða færi fram sem gerir það að verkum að fólk á höfuðborgarsvæðinu getur ráðið því hvort sjíkrahús eða háskóli skuli vera á Akureyri.Undirlægur hatursmannanna á Landsbyggðinni styðja þetta fullum fetum.Það er nöturlegt.Ásmundur Daði er sannur maður Landsbyggðarinnar og Landsbyggðin mun velja slíkan mann.Niður með afæturnar,Samfylkinguna,sem lifir á því sem Landbyggðin gefur af sér.

Sigurgeir Jónsson, 20.8.2012 kl. 21:28

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir... hvaða bull er þetta. Ef þú ert að tala um landbúnað og bændur þá þarfast þeir ekki óvina sem eiga Framsókn og landbúnaðarmafíuna að vinum. Vorkenni bændum fyrir þá vináttu því það kerfi sem þar er haldið í er að leiða sumar greinar landbúnaðar fyrir björg.

Vinur landbyggðarinnar.... ég held að þú sért ekki alveg með öllum........ viltu kannski útskýra fyrir mér hvað þú ert að tala um þegar þú talar um landsbyggðina... átti mig ekki alveg á því , sé ekki hver Ásmundur Einar er td að vinna fyrir venjulega borgara á Akureyri og neytendur í kauptúnum landsins.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.8.2012 kl. 00:09

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála Jóni. Sjónarmið Sigurgeirs eru á ansi lágu plani.

Framsóknarflokkurinn á ekki einkarétt að gæta hagsmuna landsbyggðarinnar. Það er gamaldags pólitík að skipta landsmönnum milli landsbyggðarmanna og þéttbýlinga. Hagsmunir okkar eiga að vera sameiginlegir sem þjóð og það er ansi varhugavert að reyna að stía fólki í sundur með einhverjum þvergirðingshætti og flokka þjóðina niður eftir búsetu.

Er ekki nær að rífa niður þessa óþörfu múra oft byggða á misskilningi? Þessir múrar tengjast kannski þessum gamaldagssjónarmiðum sem byggðust á einfaldleika og þeirri vissu að kjósendur falli fyrir svona þvættingi.

Óskandi er að kjósendur sýni þann þroska að láta ekki skammtímasjónarmið glepja sér sýn. Það er framtíðin sem skiptir megin máli, ekki dægurmál þraslyndra stjórnmálamanna.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.8.2012 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband