11.7.2012 | 12:07
Nasa - mötuneyti Pósts og síma - Sjálfstæðishúsið - Kvennaskólinn.
Hallveig UJR harmar það einnig að í þessum endurbótum sem ráðast á í sé sal samkomuhússins Nasa fórnað en Nasa er sögulegur staður og á mjög sterkar rætur í menningar og skemmtanalífi Reykjavíkur.
____________________
Starfsemi Nasa á ekki langa sögu í þessu húsi.
Mjög lengi var þarna mötuneyti Pósts og síma og þarna héldu starfsmannafélögin gjarnan árhátíðar sínar. Í hádeginu var boðið upp á soðningu og kjötfars.
Rétt fyrir aldamótin 2000 var síðan farið endurbætur á húsinu og það fært í upphaflegt form.
Nasa hefur því ekki langa lífsögu í þessu húsi og að mínu mati langt frá því að vera aðalatriðið í varðveislu þess sem ég tel afar brýnt að verði.
Salurinn er miklu yngri en húsið og sem slíkur hefur hann ekki sama varðveislugild nema sem minnisvarði um starfssemi sem þarna hefur verið frá því því var breytt mikið á fimmta áratug síðustu aldar.
Af Wikipedia.
Húsið sem enn stendur byggðu þau á grunni hins gamla árið 1878. Það er tvílyft timburhús á hlöðnum kjallara og hraunhellum og holtagrjóti hlaðið í grindina. Tréverkið í húsið var líklega keypt tilsniðið frá Svíþjóð en kalkið var fengið í Esjunni. Helgi Helgason byggingameistari teiknaði húsið og sá um smíði þess.[1] Kvennaskólinn var þarna til húsa þangað til skólinn flutti í nýbyggt hús við Fríkirkjuveg árið 1909.
Hallgrímur Benediktsson keypti húsið 1915 og bjó á efri hæðinni en hafði skrifstofur fyrirtækis síns, H. Ben & Co, á neðri hæð. Árið 1941 eignaðist Sjálfstæðisflokkurinn húsið og var því þá breytt mjög mikið. Meðal annars var reist einnar hæðar steinsteypt viðbygging vestan við það og það var allt múrhúðað að utan og ytra útliti þess gjörbreytt. Sjálfstæðisflokkurinn hafði starfsemi sína í húsinu þar til hann flutti í Valhöll við Háaleitisbraut og var það þá oftast nefnt Sjálfstæðishúsið og seinna Gamla sjálfstæðishúsið.[2] Sigmar Pétursson tók húsið á leigu 1963 og rak þar um skeið veitingahúsið Sigtún en árið 1969 eignaðist Póstur og sími húsið og hafði þar mötuneyti sitt.[3]
Ungir jafnaðarmenn ósáttir við breytingar á Ingólfstorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.