28.6.2012 | 16:43
Ólafur Ragnar samþykkti versta samninginn.
Fyrsta samninginn staðfesti Ólafur Ragnar Grímsson.
Það bjargaði honum að Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörum sem settir voru í samninginn.
Annars væri þetta sá samningur sem við værum með og gerður var í stjórnartíð Geirs Haarde.
En ef þjóðin hefði samþykkt þann síðasta þá væri málið úr sögunni með lágmarkskostnaði.
Núna bíða allir með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu EFTA dómstólsins.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Icesave vandræðin væru nú heyrandi sögunni, allt greitt upp og búið!
Því miður var forsetinn staurblindur á annað en það sem gæti komið honum vel að setja málið í einhverjan óskiljanlegan tilfinningatáradal í stað þess að skoða þessi mál með ísköldum augum.
Í vörslum Englandsbanka eru frystar eignir Landsbankans, þ. á m. afborganir og vextir lána sem hafa verið að mjatlast inn frá viðskiptavinum Landsbankans sem fengu lán á hærri vöxtum. Þegar samningar voru í deiglunni var þegar vitað að skilast höfðu um 90% skuldanna tengdum Icesave.
Því miður er áróðurinn þannig að hann er miðaður við að hitta þá sem nenna ekki að setja sig inn í þessi mál þó nokkuð flókin eru. Enilega lestu grein Indriða á Skjaldfönn í Morgunblaðinu í gær. Hann skafar ekkert af hlutunum og heldur betur er hrakinn léttvæg sjónarmið ÓRG og rökstuðningur varðandi neitunina að staðfesta Icesave samningana.
Að öllum líkindum mun sagan fara ómjúkum orðum um þessa umdeildu ákvörðun sem var algjörlega ábyrgðarlaus, einungis fallin til þess að grafa undan ríkisstjórninni.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 28.6.2012 kl. 17:08
Versti samningurinn var Svavarssamningurinn alræmdi; hann vilduð þið báðir, Jón Ingi og Guðjón.
Þann samning gerðu svo þingmenn stjórnarandstöðunnar, ásamt nokkrum úr VG, mikla fyrirvara við, og Steingrími tókst ekki að knýja málið í gegn nema með málamiðlun við þá. Mestallur þingflokkur Sjálfstæðisflokks sat svo hjá við afgreiðsluna (það var þá og af því tilefni, sem ég sagði mig úr þeim flokki).
Forsetinn Ólafur Ragnar tók svo þessi samþykktu lög og bætti við sínum eigin fyrirvörum í ofanálag og skrifaði einungis þannig undir þau. Þá voru fyrirvararnir orðnir svo verulegir og hagur Br.+H. orðinn svo miklu aumari, að þeir neituðu að gera út um málið á þeim grunni.
Einnig í þessu máli var Ólafur forseti því að reyna að verja þjóðina, rétt eins og hann gerði í Icesave-II- og Icesave-III (Buchheit-samnings) málunum.
En ykkar skömm gleymist ekki, Icesave-piltar!
Jón Valur Jensson, 28.6.2012 kl. 18:49
Mikil flónska var að fella síðari samninginn. Forsetinn er ábyrgðarlaus en með ákvörðun sinni olli hann þjóðinni ómældu tjóni.
Guðjón Sigþór Jensson, 29.6.2012 kl. 22:35
Órökstutt -- eins og fleira frá þér, Guðjón. Bágt áttu.
Jón Valur Jensson, 29.6.2012 kl. 22:39
Mikil er einfeldni þín JVJ í þessum málum. Forsetinn er ábyrgðarlaus skv. stjórnarskrá. Samt leyfir hann sér sitthvað eins og hann sé einræðisherra. Icesave málið væri nú búið hefði samningaleiðin verið farin. Nægar innistæður eru í vörslum Englandsbanka á 0% vöxtum en ÓRG valdi tilfinningaleið og upphóf einhvern táradal sem ekki var nema ómerkileg klisja. Var það til að grafa undan ríkisstjórn Jóhönnu og hefja sjálfan sig? Margt bendir til þess. Í hugum margra er ÓRG fallinn í gryfu lýðskrums sem allt of margir vöruðu sig ekki á.
Guðjón Sigþór Jensson, 1.7.2012 kl. 00:33
Buchheit-samningurinn væri búinn að kosta okkur 60 milljarða núna, Guðjón, í erlendum gjaldeyri, sem torfenginn er og sár þörf á til að borga raunverulegar skuldir ríkisins, EKKI þessa ólögmætu vexti af gerviskuld. En haltu bara áfram að staðfesta, að þú hafir ekkert vit á fjármálum, væni minn, já, endilega auglýstu það hér áfram.
Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 02:56
Hvernig færðu þessa tölu út Jón Valur?
Ef þú áttar þig á hvernig Landsbankinn starfaði í Bretlandi værirðu betur að þér í stöðu mála: Bankinn tók gríðarlegar fjárhæðir á lágum vöxtum til skamms tíma að láni og endurlánaði til lengri tíma á hærri vöxtum. Þegar lánsfjárkreppan fengu þeir Sigurjón & Co hugmyndina um Icesave: innlánsreikninga á hávöxtum til að brúa þetta bil sem ekki tókst. Í millitíðinni hafa mokast inn afborganir og vextir af kröfum Landsbankans og með beitingu hermdarverkalaganna voru allar eignir Landsbankans frystar í Bretlandi. Þannig var allt þáverandi lausafé Landsbankans sem og afborganir og vextir af útistandandi kröfum beint inn á safnreikning sem ber 0% vexti í vörslæum Englandsbanka. um þessa staðreynd mátti aldrei tala heldur var málið hafið upp í einhverjar tilfinningalegar táradalsumræður að við ættum ekkert að borga. Fyrir um 2 árum voru ca svipuð fjárhæð komin inn á þennan reikning og nam Icesave skuldunum.
Með þessari þvælu þinni ertu ekki að viðurkenna staðreyndir og þæðu virðist ekkert setja þig sem aðrir eins og Ólafur Ragnar hvernig Landsbanklnn starfaði. Það hentaði ykkur ekki því þið vilduð ofurselja ykkur áróðursgildi æsingarinnar og hvernig unnt væri að draga athyglina frá staðreyndum málsins.
Þú átt sem Ólafur Ragnar margt eftir ólært.
Því miður er ekki unnt að lækna menn af heimsku.
Góðar stundir!
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 1.7.2012 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.