26.6.2012 | 11:26
Aldrei neinn rekstrargrundvöllur.
Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, segir rekstrargrundvöll starfseminnar brostinn ef sú niðurstaða yfirfasteignamatsnefndar stendur, að fasteignamat hússins sé 17 milljarðar króna. Það þýðir að árleg fasteignagjöld af húsinu eru 337 milljónir króna.
Þetta eru það háar upphæðir að reksturinn yrði óraunhæfur. Tekjur Hörpu eru 680 milljónir á ári. Launakostnaður er 20 milljónir á mánuði og þó við myndum loka húsinu hluta úr viku værum við einungis að spara smápeninga.
____________________
Það þurfti nú varla mikla sérfræðinga til að sjá að þetta dæmi gat aldrei gengið upp fjárhagslega. Svona fyrirbæri er hægt að reka á framlögum hins opinbera en aldrei með sjálfsaflafé.
Ég trúi ekki að nokkrum manni hafi dottið það í hug, enda er þetta hús ofvaxið fyrirbæri í rúmlega 300.000 manna samfélagi...eða eiginlega bara 200.000 því landsbyggðin er nú varla talin með svona almennt séð þegar horft er til reksturs Hörpu.
Þetta er flott, þetta er glæsilegt, draumur allra tónlistarmanna.
En sennilega hefði verið gáfulegast að rífa það eins og kom til greina eftir hrunið.
Rekstrargrundvöllur brostinn að óbreyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Málið er það að það virðist ekki hafa verið ætlast til þess að NEINN rekstur hafi verið áætlaður í þessu húsi. Þetta er lítið annað en gangar, stigar og einhver opin rými, nýtingin á plássinu þarna er alveg skelfileg..................
Jóhann Elíasson, 26.6.2012 kl. 12:21
Hvar voru allir reiknimeistarar um sjálfbærni vaðlaheiðargangna þegar ákveðið var að klára þessa framkvæmd
Vilberg Helgason, 26.6.2012 kl. 12:30
Eru eigendur hússins ekki þeir sömu að hluta til og þeir sem ákveða fasteignagjöldin??? Hvaða endemis þvæla er þetta? Það verður sein á þá sem fara með völdin, logið. Gs.
Guðlaugur S (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 12:53
Guðlaugur... þó eigendur séu að einhverju leiti þeir sömu þá þýðir það ekki að hægt sé að gefa pólítska afslætti til að búa til falskan rekstrargrundvöll. Niðurstaðan er sú sama...enginn rekstrargrundvöllur.
Jón Ingi Cæsarsson, 27.6.2012 kl. 10:10
Ýms starfsemi í samfélaginu er undanskilin fasteignagjöldum: félagsheimili, kirkjur, og aðrir samkomustaðir. Af hverju ekki tónlistarhús eins og nýju tónlistarhúsin á Akureyri og í Reykjavík?
Ljóst er að fasteignagjöld þessara húsa eru himinhá og bókstaflega gleypa rekstrartekjur þeirra.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 28.6.2012 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.