21.6.2012 | 17:06
Af hverju ekki Ólaf Ragnar.
Ég var stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar og studdi hann til embættis í fjögur skipti. Upphaflega kom ég að því framboði vegna vináttu við þáverandi konu hans Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur. Ólaf þekkti ég lítið sem ekki neitt.
Mér fannst hann standa undir því trausti sem ég sýndi honum lengi vel. Vakandi, áhugsamur og lagði sig fram um að sameina þjóðina. Komst vel frá því að vera umdeildur stjórnmálamaður í það hlutverk að vera forseti.
Nú er svo komið að ég vil ekki styðja ÓRG til áframhaldandi setu í embætti forseta Íslands. Fyrir því eru ýmsar ástæður en helstar vil ég telja.
- Forsetinn brást trausti mínu sem sameingartákn og fulltrúi þjóðarinnar þegar hann fór að taka undir og ganga erinda hagsmunahópa.
- Með því var hann ekki lengur forseti þjóðarinnar, heldur talsmaður hagsmuna.
- Núverandi forseti hefur setið í embætti í 16 ár og að mínu mati er það fullnóg.
- Núverandi forseti er gjarnan uppspretta deilna og ósættis.
- Vald spillir. Núverandi forseti hefur þekkt einkenni þess að hafa setið og lengi í embætti, er orðinn hrokafullur og fjarlægur venjulegum gildum almennings.
- Þó ÓRG sé heill heilsu er hann sannarlega kominn á eftirlaunaldur ( verður 70 ára næsta ár ) og þegar þar er komið í lífshlaupi hvers manns eru engar líkur á að viðkomandi hefi neitt nýtt fram að færa í því embætti sem hann hefur setið í hartnær tvo áratugi.
Það er því sannarlega kominn tími til að kjósa nýjan forseta að Bessastöðum.
Þar vil ég sjá forseta sem getur sætt þjóðina, orðið sameiningartákn okkar og sé mannasættir. Ekki uppspretta deilna og ósættis sem hefur einkennt síðustu ár núverandi forseta.
Ég mun því mæta á kjörstað og kjósa þann sem ég tel hæfastan til að uppfylla sýn mína á næsta forseta og næstu ár lýðveldsins.
Þóra Arnórsdóttir mun fá mitt atkvæði á kjördag.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.