Svona vilja ESB andstæðingar hafa það.

Rúmur helmingur Íslendinga telur sig ekki vel upplýstan um Evrópumál, eða 56%. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum telja landa sína heldur ekki vera vel upplýsta um þau mál, ef marka má nýja Eurobarometer skoðanakönnun sem kynnt verður á málþingi í Háskólanum á Akureyri föstudaginn 8. júní.

________________

Hvernig getur maður tekið upplýsta ákvörðun um framtíð sína þegar maður er illa upplýstur um það sem skiptir máli ?

Skoðanakannanir um ESB á Íslandi eru ekki marktækar vegna þeirra einföldu staðreyndar meira en helmingur og allt að 2/3 eru illa upplýstir að eigin mati.

Samt eru margir þeirra tilbúnir að hafna aðild án þess að hafa þá lágmarksþekkingu sem þarf til að taka upplýsta ákvörðun.

Vonandi breytist þetta og þjóðin fari að kynna sér mál og hafna þar með rakalausum þvættingi samtaka ESB andstæðinga.

En svona vilja þeir hafa þetta, þjóðina illa upplýsta og setja sig gegn allri umræðu sem byggir á rökum og skynsamlegri umræðu.

Ég trúi ekki öðru en þetta farið að breytast og fleiri þingmenn fari að ræða um þessi mál af ábyrgð og skynsemi.


mbl.is 56% telja sig illa upplýst um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú ert nú meiri rugludallurinn Jón Ingi.  Umræðan hefur verið þannig um þessi ESB-mál að þau einkennast af UPPHRÓPUNUM Á BÁÐA BÓGA og gefur hvorug hreyfingin hinni eftir á neinn máta.  HVAÐ KALLAR ÞÚ SKYNSAMLEGA UMRÆÐU, ER ÞAÐ ÞEGAR ÞITT SJÓNARMIÐ VERÐUR OFAN Á??????

Jóhann Elíasson, 8.6.2012 kl. 14:49

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég geri mér ekki upp að vita eitthvað um þetta... ég vil fræðslu og upplýsta umræðu. Þá get ég kannski komist að skynsamlegri niðurstöðu.... fyrr ekki.

Ég er ekki í hróparahópnum eins og sá er athugsemdirnar gerir

Jón Ingi Cæsarsson, 8.6.2012 kl. 15:08

3 Smámynd: Hilmar Örn

ekkert mál að kynna sér þetta sjálfur, eða ertu svo ósjálfbjarga að fjölmiðanir og ríkið þurfi að mata allt oní þig?

Hilmar Örn, 8.6.2012 kl. 15:24

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Allir sjá að þetta er allt að liðast í sundur, það þarf engan speking til að sjá það. Þetta er í hverjum frétta tíma dag eftir dag. Ég sé ekki að við höfum neitt þarna inn að gera, eða eftir hverju ert þú sækjast Jón Ingi?

Eyjólfur G Svavarsson, 8.6.2012 kl. 17:02

5 identicon

Samt kemur fram í fréttinni og upplýsingum "EUROBAROMETER" að Íslendingar telja sig mun betur upplýsta um ESB málefni en þorri almennings í sjálfum ESB ríkjunum.

Þetta verður því aldrei betra eða verra en þetta.

Almenningur í ESB ríkjunum hefur sáralítinn eða engan áhuga á að kynna sér tilskiptanir og yfir 100 þúsund blaðsíðna regluverk Bjúrókratanna í Brussel. Tiltrú fólks í ESB löndunum á ESB stjórnsýsluapparatinu er í sögulegu lámarki. Margir fá gubbuna upp í háls þegar minnst er á þetta liðónýta apparat.

Það myndi engu breyta þó svo að við hefðum hér 100 ESB stofur eða enn stærri ESB sendiráð þessi stjórnsýsluhégómi heillar enga nema útbtrunna Evró krata eins og þig.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 18:30

6 identicon

56% telja sig ílla upplýst. Nonsense. 80% eru ílla upplýst, en innbyggjarar hafa alltaf verið hressir og ekki vantar montið. Stórustu jappar í heimi. Þykjast vita, en vita lítið. Fara til útlanda, koma til baka veikir af timburmönnum og vita varla hvar þeir hafa verið. Get satt að segja ekki ímyndað mér að EU hafa áhuga á okkur, yrðum strax vandræðagemlingar, lítt betri en vinir mínir Hellenar. Sjáum barasta hverskonar skríll var saman kominn á vegum LÍÚ á Austurvelli í gær. Og af hverju? Jú, gratís bjór.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 19:34

7 identicon

Jón Ingi er dæmigerður ESB útihátalari, hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að halda fram, það er bara eitthvað sem spunameistarar hafa hvíslað í eyra hans nógu oft til þess að hann trúi, síðan þegar þið gott fólk komið fram með gegn hans málflutningi og rökstyðjið ykkar mál þá lætur hann sig hverfa vegna þess að sá sem hefur annað hvort ekki þekkingu á umræðuefninu eða er að halda fram rangindum hann verður alltaf rökþrota og getur ekki varist þeim sem sækja fram gegn hans málflutningi á rökfastan hátt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband