Í þessum fundi opinberaðist frekja og yfirgangur.

Horfði á fundinn á Austurvelli í beinni útsendingu á visir.is.

Það sem blasti við var frekja, yfirgangur og sérgæska.

Enginn þeirra sem talaði sá mál öðruvísi en útfrá persónulegum hagsmunum sem einstaklingar eða sveitarstjórnarmenn.

Enginn þeirra ræddi kjarna málsins, sem er, hvernig er sanngjörn skipting afraksturs af þjóðaraulind.

Niðurstaðan sem blasti við var, ég um mig frá mér til mín..... skítt með hina.

Þetta var góður fundur að mínu mati því hann upplýsti okkur óbreyttan pöpulinn um hvað málið snýst og af hverju LÍÚ setur óhemju fjármagn í þessar áróðursherferð.


mbl.is Segir fund LÍÚ misheppnaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hvað setti LÍÚ mikið fjármagn í þessa herferð?

Flokkarnir hafa ekki útskýrt hvers vegna bylta þarf afar hagkvæmu kerfi. Veist þú það?

Menn gleyma því alltaf að útgerðin skilar fé til landsmanna (arði) og opinbera geirans jafnvel þótt ekkert veiðigjald væri lagt á. Ég sjálfur vil afnema veiðigjald.

Sjómönnum eru greidd laun og af þeim launum greiða þeir skatta til ríkis og sveitarfélaga. Þeir kaupa líka hitt og þetta sem greiða þarf virðisaukaskatt af. Hér fær opinberi geirinn vænan skerf.

Útgerðin greiðir líka skatta af sínum tekjum.

Útgerðin kaupir viðhald og þjónustu í landi og á þeim viðskiptum er virðisaukaskattur (alltof hár auðvitað) og þeir aðilar sem vinna viðkomandi störf greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga.

Útgerðin kaupir olíu og þar hirðir ríkið líka vænan skerf. Fólk vinnur auðvitað við að selja útgerðinni olíu. Útgerðin er með fólk í vinnu hjá sér sem vinnur að markaðsmálum fyrir söluvöru útgerðarinnar, það fólk fær greidd laun og það borgar ef þeim launum skatta og skyldur til stjórnmálamanna sem skilja ekkert hvernig er að reka fyrirtæki.

Halda þarf skipum við og kaupa veiðarfæri sem skapar störf og aftur hirðir hið opinbera vænan skerf af þeim peningum sem þar skipta um hendur í formi virðisaukaskatts, tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið af peningum einkaaðila ríkið má einfaldlega gera upptæka?

Af hverju vita stjórnmálamenn betur hvað á að gera við þessa fjármuni en einkaaðilar? Af hverju mega þeir ekki halda meiru eftir en þeir gera í dag og það er þá hægt að nýta í að skapa störf eða fjárfestingar? Af hverju eiga skussar eins og Steingrímur, Jóhanna og Oddný að ákveða fyrir fólk í hvað peningar þess fara?

Hvers vegna þarf að leggja enn frekari álögur á útgerðina eða bara fyrirtæki í landinu yfir höfuð? Það er beint samband milli skattlagningar og opinberra afskipta annars vegar og atvinnuleysis hins vegar, sagan geymir ótal dæmi þess.

Svona della viðgengst auðvitað vegna vanþekkingar kjósenda á efnahagsmálum, vanþekkingar sem kemur í veg fyrir að lífskjör almennings í landinu batni. Ef kjósendur væru vel að sér í efnahagsmálum myndu þeir einfaldlega hlæja menn sem koma fram með svona hugmyndir út af sviðinu.

Margir fjölmiðlar láta eins og hagnaður sé alveg hræðilegur hlutur og enn verri ef hagnaðurinn er hjá útvegsmönnum. Ég held að þessir aðilar ættu að reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri fyrst þeir eru svona vel að sér! Hvernig halda þessir aðilar að störf verði til?

Helgi (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband