6.6.2012 | 21:28
15 manna þingflokkur í vinnu hjá LíÚ.
Hópur fólks sem telur að kvótakerfið sé ekki einkamál útgerðarmanna hefur boðað til mótmælafundar á Austurvelli á morgun. Hann mun fara fram á sama stað og á sama tíma og samstöðufundur sem útvegsmannafélögin og starfsfólk í sjávarútvegi hafa efnt til á morgun.
_____________
Er hinn þögli meirihluta að vakna ?
Það væri gott og að boða til fundar á Austurvelli um leið og fundur L.Í.Ú verður haldinn er vel til fundið.
Það er vonum seinna en lengi má manninn reyna.
Síðustu daga fer það ekki framhjá nokkrum manni að LÍÚ er með 15 manna þingflokk Sjálfstæðisflokksins í vinnu við að verja sérhagsmuni sína og forgangsrétt.
Væntanlega er þetta sjálfboðavinna hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en vond er af þessu lyktin og daunninn hefur náð til hins þöggla meirihluta sem er að vakna.
Segja kvótakerfið ekki einkamál útgerðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hinn þögli meirihluti heldur sig heima og veit ekki hverju hann á að trúa.
Suma þingmenn þyrfti að loka inni í Austurbæjarbíó og sýna þeim Animalfarm eftir meistara Orwell. Þú mátt gjarnan slást í þeirra hóp.
Sindri Karl Sigurðsson, 6.6.2012 kl. 23:20
Sæll.
Menn gleyma því alltaf að útgerðin skilar fé til landsmanna (arði) og opinbera geirans jafnvel þótt ekkert veiðigjald væri lagt á.
Sjómönnum eru greidd laun og af þeim launum greiða þeir skatta til ríkis og sveitarfélaga. Þeir kaupa líka hitt og þetta sem greiða þarf virðisaukaskatt af.
Útgerðin greiðir líka skatta af sínum tekjum. Útgerðin kaupir viðhald og þjónustu í landi og á þeim viðskiptum er virðisaukaskattur (alltof hár auðvitað) og þeir aðilar sem vinna viðkomandi störf greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Útgerðin kaupir olíu og þar hirðir ríkið líka vænan skerf. Fólk vinnur auðvitað við að selja útgerðinni olíu. Útgerðin er með fólk í vinnu hjá sér sem vinnur að markaðsmálum fyrir söluvöru útgerðarinnar, það fólk fær greidd laun og það borgar ef þeim launum skatta og skyldur til stjórnmálamanna sem skilja ekkert hvernig er að reka fyrirtæki.
Halda þarf skipum við og kaupa veiðarfæri sem skapar störf og aftur hirðir hið opinbera vænan skerf af þeim peningum sem þar skipta um hendur í formi virðisaukaskatts, tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds. Eru engin takmörk fyrir því hve mikið af peningum einkaaðila ríkið má einfaldlega gera upptæka?
Af hverju vita stjórnmálamenn betur hvað á að gera við þessa fjármuni en einkaaðilar? Af hverju mega þeir ekki halda meiru eftir en þeir gera í dag og það er þá hægt að nýta í að skapa störf eða fjárfestingar? Af hverju eiga skussar eins og Steingrímur, Jóhanna og Oddný að ákveða fyrir fólk í hvað peningar þess fara? Sagan sýnir auðvitað að stjórnmálamenn vita miklu síður en einkaaðilar í hvað þessir fjármunir eigi að fara.
Hvers vegna þarf að leggja enn frekari álögur á útgerðina eða bara fyrirtæki í landinu yfir höfuð? Það er beint samband milli skattlagningar og opinberra afskipta annars vegar og atvinnuleysis hins vegar, sagan geymir ótal dæmi þess.
Svona della viðgengst auðvitað vegna vanþekkingar kjósenda á efnahagsmálum, vanþekkingar sem kemur í veg fyrir að lífskjör almennings í landinu batni. Ef kjósendur væru vel að sér í efnahagsmálum myndu þeir einfaldlega hlæja menn sem koma fram með svona hugmyndir út af sviðinu.
Margir fjölmiðlar láta eins og hagnaður sé alveg hræðilegur hlutur en enn verri ef hagnaðurinn er hjá útvegsmönnum. Ég held að þessir aðilar ættu að reyna fyrir sér í fyrirtækjarekstri fyrst þeir eru svona vel að sér!
Þeir sem standa fyrir þessum aðgerðum samhliða aðgerðum sjávarútvegsins vilja, þó þeir viti það ekki:
1) Fækkun starfa í sjávarútvegi
2) Aukna óhagræðingu í sjávarútvegi
3) Minnka verulega útflutningsverðmæti sjávarafurða og þar með rýra lífskjör Íslendinga
4) Aukningu atvinnuleysis úti á landi
5) Auka völd stjórnmálamanna og þar með spillingu - besta leiðin gegn spillingu er auðvitað að taka völd af stjórnmálamönnum.
Fleira mætti tína til en þetta er alveg nóg. Fáfræði sumra er alveg grátleg.
Helgi (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 06:54
42ja milljarða hagnaður á einu ári, til 70 fjölskyldna sem eiga 80% af kvótanum
300 milljónir—borguðu allir útgerðarmenn í tekjuskatta árið 2010 samanlagt
45 milljarða—hagnaður þeirra, þar af greiddu þeir
3 milljarða í auðlindagjald
42ja milljarða afgangur rann í vasa
70 fjölskyldna sem eiga
80% af kvótanum
200 milljarða—hagnaður af útgerðinni síðustu 3–4 ár þar af
6–8 milljarðar í ríkissjóð
Margrét Sigurðardóttir, 7.6.2012 kl. 08:48
Er biluð plata einhversstaðar?
Þetta er nákvæmlega það sem hinn þögli meirihluti þolir ekki. 45 milljarðar eru ekki hagnaðurinn af útgerðinni, útgerð er ekki það sama og fiskvinnsla og fiskur sem erlend skip landa til vinnslu á Íslandi getur varla átt að vera skattlagður sem auðlindagjald af íslenskum stjórnvöldum er það?
Það er aftur á móti gert í því frumvarpi sem liggur uppi á borði núna.
Sindri Karl Sigurðsson, 7.6.2012 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.