5.6.2012 | 14:30
Draugagangur úr fortíðinni.
VG getur ekki látið það viðgangast með hliðjón af stefnu sinni og hugsjónum að svo ósvífnum skollaleik sé áfram haldið enn eitt ár í viðbót í nafni ríkisstjórnar, sem flokkurinn á aðild að, án þess að þjóðin fái tækifæri til að segja hug sinn, segir Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra og áhrifamaður innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á vefsíðunni Vinstrivaktin gegn ESB í dag um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið.
___________________
Þegar Ragnar Arnalds var í stjórnmálum fyrir meira en mannsaldri tíðkaðist ekki að virða lýðræði, vinna faglega, hvað þá að nefna þjóðaratkvæði þar sem þjóðin réði málum.
Og ekkert hefur breyst. Árin liðu en Ragnar Arnalds er ennþá gamli komminn á Kremlarlínunni þar sem stjórnmálaflokkar réðu því hvað gert var, beint lýðræði í anda nútímamannski var óþekkt.
Það verður því að virða þessum fyrrum ráðherra til vorkunar að hafa ekki áttað sig á breyttum hugsunarhætti á Íslandi, í það minnst hjá hluta þjóðarinnar.
Hann er einfaldlega hluti af fortíð Íslands.
Skylda VG að grípa í taumana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 818829
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þú minnist á þjóðaratkvæði þar sem þjóðin réði málum. Ríkisstjórnin hefur nefnilega ekki viljað láta þjóðina ráða málum. Ríkisstjórnin felldi tillögu um að þjóðin yrði spurð hvort hún vildi fara í þessar "aðildarviðræður" og ríkisstjórnin hefur barist gegn því að þjóðin fái að ráða hvort þessum viðræðum yrði haldið áfram. Svo þykjast menn vera miklir lýðræðissinnar með því að þegar aðlögunarferlinu er lokið fái þjóðin í RÁÐGEFANDI þjóðaratkvæðagreiðslu að segja hvort hún vilji fara þangað sem hún verður þá þegar komin.
Hreinn Sigurðsson, 5.6.2012 kl. 15:12
Kannaðist við Ragnar Arnalds fyrir margt löngu. Ekki er sanngjarnt að halda því fram að hann sé gamall kommi á Kremlarlínunni. Hvers eiga þeir að gjalda? Held að hann hafi hvorki verið kommúnisti eða sósíalisti enda ekki sprottinn úr þeim flokkum. Mér finnst hann líkastur afturhaldssömum þjóðernissinna enda í hinum framsóknarflokknum. Rifjað skal upp að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn stóðu fyrir mestu höftum sem þekkst hafa á lýðveldistímanum.
Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 5.6.2012 kl. 15:29
Ekki veit eg hvort endalaust sé unnt að klína einhverjum gamaldags kommastimpil á menn. Ragnar tók mjög gott lögfræðipróf og var farsæll stjórnmálamaður á sínum tíma en gerði mistök eins og gengur. Kostuleg afglöp Ragnars sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddssens var endurgreiðsla skatta til hátekjumanna. Gríðarlegur innflutningur var á þessum árum sem færði ríkinu ríkulegar skatttekjur. Í stað þess að leggja þetta mikla fé til hliðar til ráðstöfunar þegar verra stæði á, taldi einhverjir íhaldsgaurar Ragnari að endurgreiða „breiðu bökunum“ skatt til baka og féllst hann á þessi sjómnarmið. Síðan telja margir íhaldsmenn sig „eiga“ Ragnar og spurning hvort hann sé enn í vasanum á þessu liði.
Ætli það séu ekki verstu afglöp seinni ára ásamt að hafna samningunum um Icesave að leggja steina í veg fyrir samninga um ESB?
það er alla vega hyggilegra að doka að sjá hvað kemur úr þessum samningum. En markmið afturhaldsins er að grafa undan þessari ríkisstjórn hvað sem það kostar, jafnvel nýtt bankahrun í boði þess.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2012 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.