Áróðurstrix og ósvífni.

 

Líú hefur alllaf stjórnað þegar Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn hafa ráðið.

Þetta útspil að þykjast ætla að halda flota í höfn í viku er billegt árróðurstrix.

Það kom fram hjá formanni samtaka sjómanna að þessi aðgerð breyti engu og skipti ekki máli.

Kvótastaða sé þannig að þó stoppað sé í viku þá nái allir sínu.

Þetta er því fyrst og fremst aðgerð í að reyna að endurheimta völd LÍÚ sem hurfu með Sjálfstæðisflokknum.

Er þessum mönnum treystandi til að fiska úr auðlind þjóðarinnar ?

Það er sanngörn og tímabær spurning.


mbl.is LÍÚ haft allan aðgang að málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Ingi

Afhverju þarftu alltaf að bendla orð og verk manna við stjórnmaálaöfl?Eitt get ég sagt þér í vinsamlegri ábendingu að jafnarmenn hafa valdið mér miklum vonbrigðum og er það ekki bara eitt eða tvö verk sem þessi ríkistjórn hefur klúðrað á þessu kjörtímabili sem er þess valdandi, þau eru því miður mörg.Ég er 40 ára í dag og hef kosið jafnaðarmenn síðan ég fékk kosningarrétt en því líkur núna eins og hjá svo mörgum landsmönnum .Ég hef stundað sjóinn frá 18 ára aldrei og aldrei fyrr hefur mér fundist atvinnuöryggi mínu jafn mikið ógnað eins og í dag.Kvótafrumvarpið,fjárhagur íslenskra heimila,atvinnuástand og svo margt fleira eru ekki verk hjá núverandi ríkistjórn sem hægt er að vera stoltur af.Því miður kæri félagi þá hefur þessari ríkistjórn verulega mistekist í sínum áætlunum.útgerðarmenn eru umdeildir og er það ekkert sem gefur fólki ekki rétt til að hafa mismunadi skoðanir um þá menn þvert á móti.En það má ekki taka það af útgerðarmönnum að sú vinna sem þeir hafa lagt í með aðstoð sjómanna er þess valdandi að markaðsetning sjávarufurða ásamt veiðum og vinnslu er með því besta sem gerist í heiminum í dag.Tökum fyrirtæki eins og Samherja,sem er gríðarlega vel rekið það dylst fáum sem í þessari grein starfa,almenningur sem starfar ekki í sjávarútvegi hefur verið með sleggjudóma í garð þess fyrirtækis vegna rannsóknar seðlabankans.Þetta er megin vandamál almennings og alþingismanna að það má enginn gera það gott ég hef það á tilfinngunni að jafnaðarmanna stefnan snúist um það að "allir skulu hafa það jafn slæmt"en ég vona svo innilega okkar vegna að þið farið að taka ykkur saman og gera þetta þjóðfélag að góðum íverustað.

Með vinsemd og virðingu

Guðmundur Örn

Guðmundur Örn (IP-tala skráð) 2.6.2012 kl. 19:17

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Jón, það er ekkert verið að trixa og skítabixa. Það á að fara yfir hvað það þýðir fyrir starfsfólk fyrirtækjanna ef þessi frumvörp verða samþykkt. Greinilegt að stjórnendur þessara fyrirtækja leggja meiri rækt við sitt starfsólk en "þín" stjórnmálasamtök gera við þjóðina.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.6.2012 kl. 19:56

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón Ingi kýs að sjá þetta með augum sínum eins og hann lýsir og er það sorglegt, hann er ekki að horfa á það sem allir eru að segja og það er að ef þessar breytingar munu ganga fram þá munu þær ganga frá fyrirtækjunum að óbreyttu og það virðist vera minnsta málið hjá Jón Inga því miður verð ég bara að segja vegna þess að afleiðingar þessara frumvarpa ef af verður munu verða skelfilegar fyrir okkur samfélagið og vegna þess þá er maður ekki að skilja þetta og þegar Steingrímur fór nú að nefna þögla meirihlutan með þessu frumvarpi þá varð ekki laust við að maður hugsaði ÞÖGLI meirihluti ja hérna vegna þess að þau einu sem róma þessi frumvörp eru innan veggja Alþingis....

Sjómanna vegna og allra bara þá vona ég að þessi frumvörp verði ekki samþykkt og Ríkisstjórnin komi sér frá hið fyrsta...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.6.2012 kl. 22:33

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það hefur verið talað um það í áratugi að þurfi að gera breytingar á kvótakerfi og allir vita líka að útgerðarmenn hafa ekki lagt það til samfélagsins sem ætti að teljast sanngjarnt og réttlátt fyrir afnot af auðlind okkar allra. Á hana er litið sem eign fáeinna manna og þeir ráðstafað henni að vild. Allir vita líka að stórkostlegri fjármunir hafa verið teknir út úr greininni og óprúttnir kvótaeigendur hafa eytt þeim fjármunum í allt annað.

Greinin er því yfirskuldsett þrátt fyrir að af auðlindinni ætti að vera mikill arður.

Svo virðist sem sjómenn kyssi á vöndinn og þrátt fyrir að framkoma útgerðarmanna í þeirra gerð sé niðurlægjandi, samningslausir einir stétta í næstum tvö ár, þá hrópa þeir með LÍÚ valdinu. Það er náttúrlega bara sorglegt en skiljanlegt, þetta er jú lófinn sem fæðir þá.

Ég er ekki viss um að allir viti hvað þessi frumvörp þýða því árróður LÍÚ hefur yfirtekið alla umræðu enda hafa þeir ómælda fjármuni til handa til að auglýsa en hin óbreytta þjóð á enga möguleika á að segja sitt.

Þess vena tel ég rétt að setja þessi frumvörp í þjóðaratkvæði og fá úr því skorið hvað þjóðin vill í þessu samhengi.

http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/frettir/2012/05/31/svivirdileg-framkoma-hja-liu/

Það er þó einn og einn fulltrúi sjómanna sem þorir að segja opinberlega skoðun sína.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.6.2012 kl. 09:15

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Jón, ef það veit enginn hvaða afleiðingar frumvarpin hafa í reynd hvernig á þá að vera hægt að láta kjósa um þau?

Rökin verða sú að þeir sem vilja þau samþykkt segja: Hvort villt þú að, "almúginn", fá arðinn af þessu eða "sægreifarnir" ? Hver keppir við slíka atkvæðagreiðslu?

Síðan er annar skyldur hlutur að þessir peningar munu aldrei komast til "almúgans" eins og hlutirnir eru settir upp.

Sindri Karl Sigurðsson, 3.6.2012 kl. 22:25

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þjóðin á rétt á að hafa áhrif á hvernig eign hennar er ráðstafað. Sindri, þú ert fastur í því normi að útgerðarmenn eigi þessa auðlind.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.6.2012 kl. 23:07

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvernig færð þú það út úr því sem ég var að rita hér að ofan?

Sindri Karl Sigurðsson, 4.6.2012 kl. 00:00

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Lengi vel var talað um að útgerð hefði aldrei borgað sig að minni elstu manna, - svona bókhaldslega. En þeir sem komu nálægt úgerð bókstaflega óðu í fjármunum. Þegar illa gekk, þá voru stjórnmálamennirnir og flokkarnir sem útgerðin hafði meira og minna vasanum, látnir hagræða í þágu útgerðar með gengisfellingum.

Var ekki grátkór LÍÚ ekki einn athafnasamasti karlakór landsins?

Svo fann Halldór Ásgrímsson og fleiri athafnamenn upp kvótann. Ekki leið á löngu að hann var notaður út í ystu æsar og gerður að féþúfu.

Þegar ríkisstjórnin hyggst koma kvótamálum í betra horf þá byrjar nýr kapítuli í sögu grátkórsins mikla. Eitthvað skyldi þessi herferð kosta.

Góðar stundir en án grátkóra!

Guðjón Sigþór Jensson, 4.6.2012 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband