Er Ísland að verða fullnýtt ?

Það er áhugavert að horfa til framtíðar á Íslandi. Við tölum eins og hér séu auðlindir ótakmarkaðar og það bíði bara komandi kynslóða að nýta þær enn betur og enn meira. Margir eru svo bjartsýnir að þeir sjá smjör drjúpa af hverju strái og það þurfi bara að ná í það.

En svo horfir maður yfir sviðið og hugsar og spáir í málin.

Orkan:

Samkvæmt bestu manna yfirsýn erum við að komast á þann tímapunkt að vatnsorkan er orðin meira en hálfnýtt og möguleikar sem eftir eru bæði dýrari og erfiðari í vinnslu.  Jafnframt er ekki eins sjálfsagt og eðlilegt og var að mæta með stórvirkjanir og lón hvar sem er. Með þennan pól þá má segja að það sér fyrir endann á möguleikum þjóðarinnar til verðmætasköpunar á þeim vettvangi.

Gufuaflið var okkar framtíðardraumur en nú er ljóst að þessi orkukostur er flókinn og fátt vitað um framtíðarnýtingu á einstökum svæðum. Við vitum raunar ekki neitt um hversu lengi svæðin endast og hvað þau þola til framtíðar.

Ónýtt er orka úr sjávarföllum og vindi, það gæti orðið sú viðbót sem fleytti okkur lengra í orkuöflun.

Olía.

Kannski.?

Stóriðja.

Algjörlega háð möguleikum til orkuöflunar og varla mun verða sátt um þennan möguleika í framtíðinni. Dýrari orkumöguleikar kippa fótum undan þeim möguleika að undirbjóða orku á heimsmarkaði.

Fiskveiðiauðlindin.

Þarf ekki að flækja þá umræðu neitt, hún er fullnýtt og gæta þarf þess að ofgera ekki stofnum. Aukin verðmætasköpun með aðild að ESB og aðgengi að innri mörkuðum Evrópu eru þau sóknarfæri sem þjóðin á á þeim vettvangi. Rányrkja á fjarlægum miðum mun varla nýtast til framtíðar til verðmætasköpunar fyrir íslensk fyrirtæki. Fiskeldi hefur gengið nokkuð brösulega.

Ferðamannaauðlindin.

Horft er til ferðamanna og fjölgunar þeirra sem eins af stóru möguleikum landsins. En það er með þá auðlind eins og aðrar, hvað þolir Ísland marga ferðamenn án þess að skaða bæði land og ásýnd. Þessi auðlind á sér takmörk eins og aðrar og það er tómt mál að tala um að hingað gætu komið milljónir ferðamanna, sennilega er milljón of mikið ef horft til þess að nýta landið sem hin ósnortnu og náttúrlegu víðerni. Það er víst það sem við erum helst að selja ferðamönnum í dag.

Landbúnaður.

Ísland fullnægir innanlandsmarkaði. Sauðfjárrækt hefur dregist saman um helming og nú er í landinu hálf milljón sauðfjár. Sú grein landbúnaðar er fullnýtt ásamt mjólkuriðnaðinum. Möguleikar landbúnaðar á Íslandi er að fá aðgengi að innri mörkuðum Evrópu og selja fullunna vöru á jafnréttisgrundvelli. Nýsköpun er í loðdýrarækt en hún hefur nú stundum reynst brothætt til lengri tíma. Sóknarfærin virðast því nokkuð takmörkuð á innanlandsmarkaði og útflutningur er þungur, sérstaklega af því við eigum ekki það aðgengi sem þarf til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli. Landbúnaður mun því varla skapa mörg störf í framtíðinni að óbreyttu. Það verður þung samkeppnin við verksmiðjulandbúnaðinn í svínum og kjúklingum erlendis við núverandi aðstæður.

Er þetta svartagallsraus ?

Það mætti velta málum fyrir sér á faglegri og skoða fleira. Staða þeirra mála sem ég hugleiði hér að ofan segir mér að það sér fyrir enda á tekjum og atvinnusköpun að óbreyttu í flestum greinum.

Þjóðin hefur þá skoðun í dag að við eigum að standa sem eyland og hafna flestum kostum í alþjóðlegri samvinnu. Slík einangrunarhyggja flýtir bara þeirri staðreynd að Ísland er fullnýtt og rétt stendur undir þeim kröfum sem við gerum til nútíma samfélag með allri þeirri þjónustu sem við krefjumst. Sveitarfélög eru mjög mörg á krítískum stað í rekstri og mörg þeirra eru yfirskuldsett og svigrúm þeirra afar takmarkað. Það er enn einn vandinn sem við stöndum frammi fyrir.

Reyndar hef ég nokkrar áhyggjur af framtíðinni og ef þjóðin ákveður að grafa sig í skotgrafir og stunda einangrunarstefnu á alþjóðavísu mun fara að þrengja alvarlega að þeim möguleikum sem við eigum.

En þetta er vandamál sem fáir velta fyrir sér og ef til vill þarf þess ekki.

Þetta bara reddast. ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband