19.5.2012 | 17:36
Var sparkað frá völdum - hamast nú gegn breytingum.
Alls höfðu verið haldnar 105 ræður og talað í 35,28 klukkustundir í umræðum um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá á Alþingi um miðnætti. Vigdís Hauksdóttir hefur talað lengst allra.
___________
Sjálfstæðismenn og nokkrir Framsóknarmenn hamast nú gegn nýrri stjórnarskrá. Að Vigdís Hauksdóttir hafi talað mest ætti að segja okkur nokkuð um gæði umræðunnar.
Sjálfstæðismönnum var sparkað út í ystu myrkur í síðustu kosningum, Framsóknarflokkurinn er hækja þeirra eins og alltaf... þó ekki allir þingmenn þeirra.
Nú hamast hryðjuverkahópur Sjálfstæðisflokksins á þingi og reynir með öllum ráðum að tefja og koma í veg fyrir breytingar á Íslandi. Þeir vilja gamla Ísland þar sem þeir hafa drottnað í skjóli ófullkominnar stjórnarskrár og tómlætis kjósenda sem allt of margir kyssa á vöndinn.
Það á að stöðva þessa vitleysu á þingi, nóg er talað, nú er komið að þjóðinni að segja sitt og afgreiða þetta mál endanlega.
Það væri alveg í góðu lagi að fá tillögur um breytingar á fiskveiðimálum í þjóðaratkvæði á sama tíma... Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki að stjórna þessu landi eftir geðþótta Valhallar.
Skora á þingmenn að tryggja að þessi mál komi út úr þingsal til þjóðarinnar.
Talað í rúmar 35 klukkustundir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú veit ég ekki betur en að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur myndi ríkisstjórn.
Ég veit heldur ekki betur en að ríkisstjórnin hafi komið á mörgum breytingum, t.d. stórkostlegum skattahækkunum og stöðvun margra framkvæmda.
Ég veit heldur ekki til þess að núverandi stjórnarskrá sé sérstakur hemill á löggjafar- og framkvæmdavaldið. Fjölmargt hefur verið leitt í lög sem beint eða óbeint brýtur gegn stjórnarskránni. Hvort sú stjórnarskrá er ný eða gömul skiptir því engu máli, ef ekki er farið eftir henni.
Það er afskaplega mikilvægt að núverandi stjórnarskrá sé ekki hent út í hafsauga. Í henni eru, þrátt fyrir alla galla hennar, ákvæði sem takmarka hendur ríkisvaldsins að einhverju leyti. Hin nýja stjórnarskrá gefur ríkisvaldinu ótakmarkað vald. Og hugnast vinstrimönnum, sem styðja núverandi ríkisstjórn en vita að hún verður kosin órafjarri völdum í næstu kosningum, að núverandi stjórnarandstöðuflokkar fái óbundnar hendur við stjórn landsins?
Geir Ágústsson, 19.5.2012 kl. 19:03
JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður þingflokks jafnaðarmanna, talaði í samtals tíu klukkutíma og átta mínútur við aðra umræðu um húsnæðisfrumvarp Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á Alþingi á fimmtudaginn 14. maí 1998. Hún hóf ræðuna kl. 12.27 og lauk henni kl. 00.37 aðfaranótt föstudags.
Tvisvar var gert hlé á þingfundi, fyrst í hádeginu í rúman hálftíma og síðan kvöldmatarhlé í tæpan einn og hálfan tíma.
Bara rétt að minna á að það er ekkert nýtt að talað sé á Alþingi.
Benedikt V. Warén, 19.5.2012 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.