Hreinu meirihlutarnir að liðast í sundur ?

Helgi Haraldsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Árborg, segir óljóst hvers konar meirihluti verði myndaður í Árborg ef meirihluti sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu fellur.

Sjálfstæðismenn fengu fimm menn kjörna í bæjarstjórn Árborgar í síðustu kosningum og hreinan meirihluta. Samfylkingin er með tvo menn, framsóknarmenn einn og VG einn.

Elfa Dögg Þórðardóttir, 2. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg, fundaði í gær með fulltrúum minnihlutans þar sem m.a. var rætt um framtíð meirihlutans.

________________

Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Garði sprakk í fyrir skemmstu.

Nú blasir við að annar hreinn meirihluti springi en blikur eru á lofti með hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Árborg.

Á Akureyri er hreinn meirihluti L-lista sem hefur ekki sýnt neina stórleiki og í umfjöllun Kastljóss viðurkenndu forsvarsmenn listans að þeir hefðu tekið við afar góðu búi frá fráfarandi meirihluta. Það sem meira var viðurkenndu þeir að áróður þeirra um nauðsyn breytinga hefðu verið ýkjur og þörfin kannski alls ekki eins mikil og þeir vildu vera láta fyrir kosningar. Enda hafa þeir engu breytt, sennilega hefur dregið stórlega úr valddreifingu.

L-listinn hefur verið kjarklaus og hver vandræðauppákoman á fætur annarri hefur átt sér stað, margar hverjar pínlegar.

En hvort L-listinn springur eins og hreinir meirihlutar annarsstaðar er ólíklegt. Í L-listanum ríkir ægivald og aginn eins og í bestu austantjaldsríkjum. L-listinn er í eðli sínu fjölskyldu og vinafélag sem lýtur stjórn eins manns án gagnrýni.

Líkurnar á því að einhverjir þar láti samvisku sína ráða og hætta þarna eru ekki miklar þó svo formaður skólanefndar hafi látið sig hverfa með látum og tilheyrandi yfirlýsingum um listann.

Mat mitt er því að þó meirihlutar Sjálfstæðisflokksins liðist í sundur þá mun samtryggingarfélag L-listans á Akureyri halda, sama hvað.


mbl.is Ósamkomulag innan meirihlutans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Ingi; jafnan !

Í ljósi þessarra aðstæðna; suður í Garði - og austur á Selfossi, sýnist mér, sem þú sjáir því æ betur, mikilvægi Odds Helga, og hans fólks (L- listans nyrðra), og megir verða dús við þau Jón minn - og getir kvatt krata fylkinguna þar með, með hinni beztu samvizku, ágæti drengur.

Með kveðjum góðum; til Akureyrar og nágrennis - úr Hveragerðis og Kot  strandar skírum /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 15:26

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er aldrei gott þegar einn flokkur fái hreinan meirihluta.

Það yrði að skoða söguna ef x-d klúðrar líka Árborg að flokkur með hreinan meirihluta klúðri 2 á einni viku.

Óðinn Þórisson, 18.5.2012 kl. 16:20

3 identicon

Er ekki vandamálið að þegar við kjósum þá kjósum við lista en ekki persónur, er þá ekki lágmark að þeir sem fá kosningu af slíkum lista vinni að því sem listinn hefur boðað í aðdraganda kosninga? ef þeir geta það ekki þá eiga þeir að láta sætið eftir næsta manni inn af listanum, allt tal um að kjörnir fulltrúar eigi að fylgja sannfæringu sinni og geti gengið til samstarfs við aðra lista og framfylgt allt annari stefnu en lofað var er bara tómt kjaftæði og fæst ekki staðist rökfræðilega, vegna þess að kjósendur hafa ekkert um það að segja hverjir eru á listanum þeir kjósa bara lista eins og áður er sagt, ekki persónur.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 18:42

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er nú ekki rétt hjá þér Kristján. Flestir framboðlistar eru valdir í prófkjörum, misopnum. Þannig hefur kjósandinn áhrif á þá sem þarna sitja... en það merkilega við L-listann á Akureyri er að hann er annar tveggja sem var handvalinn af forustumönnum, þar fékk enginn almennur kjósandi að velja eða hafa áhrif eins og sjá má þegar skoðaðar erum ættar og vinarlínur.

Þannig er sá listi sem fékk hreinan meirihluta hér ólýðræðislegasti listinn af þeim öllum ef frá er talinn A-listinn, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sem er svipaðs eðlis.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.5.2012 kl. 19:43

5 identicon

Ég held að það séu afar fáir almennir kjósendur sem taka þátt í prófkjörum, það eru aðallega þeir sem eru flokksbundnir sem gera það, enda er það líka óeðlilegt að fólk geti farið og valið frambjóðendurna á lista sem það ætlar ekki að kjósa. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband