Þeir vilja taka lýðræðislegan rétt af þjóðinni.

„Ég tek að það skipti mestu máli að við höfum þó það út úr þessum leiðangri [...] að við verðum þá einhverju nær, við Íslendingar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Alþingi í dag í umræðum um umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Sagði hann nauðsynlegt að fá einhvern botn í það með hvaða hætti framtíðartengsl Íslands og ESB yrðu.

_____________

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa það að markmiði að taka sjálfsákvörðunarréttinn af þjóðinni og taka ESB málin í flokkspólitíska gíslingu.

Þjóðaratkvæði um fullmótuð samningsdrög eru eitur í þeirra beinum enda vilja þeir hafa völdin i landinu inni í stjórnmálaflokkunum.

Sama má segja um afturhaldsöflin í VG, enda þekkja þeir fátt annað en forsjárhyggju þegar kemur að lýðræðislegri umræðu.

Þjóðin á sjálf að fá að ráða framtíð sinni án afskipta þröngsýnna flokksformanna stjórnarandstöðunnar.

Ef þjóðin vil segja JÁ þá er það svo.... ef hún vill segja NEI er það niðurstaða.

 


mbl.is Betra að hætta en setja málið á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG tók lýðræðilsegan rétt af þjóðinni þegar flokkurinn samþykkti að sækja um inngönguna, kjósendur flokksins og meirihluti þjóðarinnar var á móti inngöngu í ESB.

Gulli (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 16:25

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Jæja, ert þú nú líka orðin "þjóðin" eins og hinir loddararnir. Man ekki betur en að Icesave mætti alls ekki fara í þjoðaratkvæði, ekki aðeins einu sinni heldur ennþá síður í seinna skiptið. Hvar er hin lýðræðislega umræða? Össur vinur okkar getur sjálfsagt sagt þér hvernig hún á að fara fram. Og  eins og sú umræða fer fer fram á stjórnarheimilinu. Fróðlegt. Er ekki annars allt gott að frétta úr skurðinum. Mikill uppgangur...eða er bara niðurgangur eftir Noruvírusinn. Becromal á fullu? Vaðlaheiðargöng?Atvinnuuppbygging með orku frá Þeystareykjum?Hvernig gengur svo Þórunni flokkssystur þinni í siðfræðinni, fellur hún enn?

Sigurjón Benediktsson, 16.4.2012 kl. 16:54

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jón Ingi, þú sem krati ættir nú að vita betur, eða kannski ekki? sennilega veistu ekki betur, en Samfylkingin í upphafi talaði fjálglega um "lýðræði", allskonar "lýðræði" eins og t.d. "íbúalýðræði" og að leggja málin í hendur þjóðarinnar á "lýðræðislegan" hátt.  En þegar Fylkingin komst í ríkisstjórn var það allt gleymt.  Ekki mátti þjóðin koma nálagt því að kjósa um það hvort fara ætti í þá vegferð sem ESB-umsóknin er og lýðræðislegur réttur kjósenda VG fótum troðinn af báðum stjórnarflokkunum. 

Þú skalt fara varlega kæri Jón þegar þú talar um lýðræði svo lengi sem þú telur þig Samfylkingarmann.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.4.2012 kl. 16:58

4 identicon

Djöfulsins hroll fæ ég alltaf þegar samfylkingarfólk talar um þjóðina þetta og þjóðina hitt.

Svo þegar átti að kokgleypa Icesave þá átti þjóðin að halda kjafti.

Skjaldborg (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 17:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm nákvæmlega hvar er lýðræðistást Jóhönnu stjórnarinnar?  þurfum við ekki að fara að leita að henni?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2012 kl. 18:48

6 identicon

Það hefur engin þjóðaratkvæðisgreiðsla orðið enn um þetta mál og hvað svo sem öllum loforðum um slík líður þá er ekkert borðfast í þeim málum ennþá.  Ég velti fyrir mér, með hliðsjón af Icesave kosniningunni, ef niðurstaða þjóðaratkvæðisgreiðslu um inngöngu í EB er kolfelld hvort núverandi ríkisstjórn muni nokkuð fara eftir niðurstöðum kosningana?

Jóhannes (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 19:08

7 identicon

Það voru stjórnarflokkarnir sem tóku þann lýðræðislega rétt um að:

KJÓSA UM HVORT ÆTTI AÐ HEFJA VIÐRÆÐUR UM AÐILD !

Það mun ekki gleymast í næstu kosningum.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 20:47

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru greinilega eftir nokkrir sem halda það enn að einhver sigur eða niðurstaða hafi fengist í Icesave... það er ekkert ráð til við fáfræði og blindu :-)

Jón Ingi Cæsarsson, 16.4.2012 kl. 22:42

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Öll umræða um framtíð Íslands markast af skelfilegum sleggjudómum og rökleysu.. það breytist ekki hjá afar mörgum.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.4.2012 kl. 22:44

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei  Jón Ingi sér í lagi ekki hjá ykkur samfylkingarfólki ykkur er fyrirmunað að sjá hvað er að gerast hjá íslenskri þjóð.  Þannig að lokum munuð þið þurfa að beygja hné í auðmýkt og biðja okkur hin afsökunar á svikum ykkar við íslenska þjóð.  Vonandi verður ekkert eftir af þessum landráðaflokki eftir næstu kosningar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2012 kl. 23:02

11 Smámynd: Elle_

Rökleysa Jóns Inga er hrollvekjandi.  Var hann að tala um lýðræði og rökleysu?

Elle_, 17.4.2012 kl. 14:30

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Held að hann hafi bara ruglað þessu tvennu saman Elle mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband